Alls konar íslenska

Hundrað þættir um íslenskt mál á 21. öld

Forsíða bókarinnar

Í Alls konar íslensku eru umfjöllunarefnin allt frá eldheitum málvillum yfir í áskoranir 21. aldarinnar um viðmið í málrækt, samfélags- og tæknibreytingar og kynjamál og kynhlutleysi í máli. Meginþræðirnir felast þó í gildi tungumálsins í menningunni og að umræða um málfar og tungumálið einkennist af jákvæðni og umburðarlyndi.