Allt í blóma

Pottablómarækt við íslenskar aðstæður

Forsíða bókarinnar

Falleg stofublóm gera heimilin okkar bæði vistlegri og hlýlegri. Þau veita einstaka vellíðan og gleði, bæta andann og fegra umhverfið. Sífellt stækkandi hópur blómaunnenda getur nú fagnað því að hér sé loks komin hin eina sanna biblía áhugafólks um pottaplöntur – og það frá okkar mesta ástríðumanni í blómarækt.

Hafsteinn Hafliðason er margverðlaunaður fyrir sitt ævistarf en blómarækt, garðyrkja og grasafræði hafa alla tíð verið hans ær og kýr. Í þessari bók greinir hann frá öllu því sem huga ber að í sambýli við pottablómin, svo þau fái að vaxa og dafna. Hann hefur lengi safnað saman upplýsingum um allar helstu plöntutegundir landsins og gefur hér jafnframt góð ráð um ræktun og umhirðu ólíkra tegunda.

Fimmhundruð blaðsíður af blómstrandi fegurð.