Útgefandi: Sögur útgáfa

Árniður að norðan

Langflest ljóðanna í bókinni eru prósar sem sum hver hafa dvalið með höfundi lengi. Hér fléttast saman fegurð, ást, sorg og væntumþykja. Ljóðin venslast hvert við annað á ýmsan hátt í dúr og moll. Það er stutt í húmorinn og höfundur gerir upp þessi 60 ár sem hann hefur bráðum lifað á einstakan hátt. Þessi bók er perla.

Dauðinn einn var vitni

Hörður Grímsson á ekki sjö dagana sæla. Hann er að rannsaka ólöglegt verðsamráð stórfyrirtækja en saknar þess að rannsaka alvöru glæpi. Einn daginn heyrir hann undarlega yfirlýsingu óþekkts manns í lokuðu talstöðvarkerfi lögreglunnar. „Eftir þrjá daga mun ég hlaupa af stað. Eftir að ég hleyp af stað hafið þið þrjár klukkustundir til að stöðva mig.“

Fangar Breta

Vitað er með vissu um 47 Íslendinga sem Bretar handtóku á stríðsárunum frá 1940-1945 og vistuðu í fangelsum í Englandi. Þeir sátu innilokaðir í Bretlandi allt frá nokkrum mánuðum til tæplega þriggja og hálfs árs. Enginn fanganna fékk að leita sér lagalegrar aðstoðar eða verja sig fyrir dómstólum. Hér birtist saga þeirra.

Frasabókin – ný og endurbætt

Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri

Ný og endurbætt frasabók með ferskum og bráðskemmtilegum frösum. Yfir tólf hundruð frasar, snjallyrði, orðtök og slanguryrði sem geta glatt vinina, afa og ömmu, frænda og frænku, mágkonu og samstarfsfélaga. Skemmtileg, fyndin og fræðandi bók sem kemur að góðum notum hvar og hvenær sem er.

Frá Hollywood til heilunar

Að vakna til betra lífs – Saga Jóhönnu Jónas heilara, leikkonu og dansara

Áhrifamikil frásögn af lífshlaupi Jóhönn Jónas, sem ung að árum þurfti að kljást við ótal erfiðar áskoranir og áföll. Síðar naut hún lengi velgengni sem leikkona en skipti svo alveg um pól og starfar nú sem eftirsóttur orkuheilari og kennari. „Einstök bók full af hlýju, visku og lífsreynslu.“ / Jóga Gnarr

Gullsmíði í 100 ár

Innsýn í hönnun og handverk íslenskrar gull- og silfursmíði fyrr og nú. Hér ber fyrir augu fjölskrúðug djásn, allt frá skartgripum til skúlptúra og nytjahluta. Dýrindis safn muna sem íslenskir gullsmiðir hafa skapað á undangengnum hundrað árum. Bókin er gefin út í tilefni hundrað ára afmælis Félags íslenskra gullsmiða.

Íslensk knattspyrna 2024

Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eru einstakar og eiga engan sinn líka í heiminum. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í rúm fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri. Hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2024 í máli og myndum. Ómissandi árbók allra áhangenda íslenskrar knattspyrnu.

Krydd lífsins

Krydd lífsins er safn tólf smásagna sem allar gerast í nútímanum í höfuðborgum Norðurlanda, allt frá Nuuk til Helsinki. Sögurnar, sem eru skrifaðar af innsæi, varpa ljósi á mannlegt eðli og eru í senn áleitnar, grátbroslegar, fyndnar og harmrænar. Sjaldnast er allt sem sýnist og hvað eina getur umturnast eða afhjúpast í sviphendingu.

Leyndarmál Lindu 10

Sögur af ekki-svo frábærri hvolpafóstru

Linda og bestu vinir hennar fara út í leyniverkefni: að bjarga sjö hvolpum og Móru mömmu þeirra. Til þess þarf Linda að fela hundana fyrir foreldrum sínum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.