Útgefandi: Sögur útgáfa

Á sporbaug

Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar

Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, var okkar helsti orðasmiður. Svo vel voru orðin hönnuð og vandlega hugað að lögun þeirra, hljómi, útliti og notagildi að þau festu rætur í málinu. Hér eru dásamlegu nýyrðin hans samankomin í skemmtilegri bók. Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar um orðin og Elín Elísabet Einarsdóttir segir sögu Jónasar í myndum.

Breytt ástand

Frumlegar og áleitnar sögur Berglindar draga upp djarfa mynd af íslenskum samtíma. Þær ögra lesandanum og sýna að leiðin frá kyrrlátu reykvísku úthverfi yfir í jaðar samfélagsins er styttri en flesta grunar. „Ein sterkasta frumraun sem ég hef komist í.“ – Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur.

Dýrin

sem eru ægileg en líka hlægileg, fyndin og furðuleg, skondin og skemmtileg en fyrst og fremst forvitnileg!

Þau eru ægileg, hlægileg, furðuleg og forvitnileg! Dýrin, eftir feðginin Veru Illugadóttur og Illuga Jökulsson. Bók stútfull af myndum, fróðleik og skemmtilegum sögum af dýrunum. Bráðskemmtileg, illvíg og ófrýnileg. Baneitruð, krúttleg, örsmá og risastór. Útdauð, ómissandi, ótrúleg og sprenghlægileg!

Elspa

Saga konu

Hér rekur Elspa Sigríður Salberg Olsen harmsögulega ævi sína og upprisu til nýs lífs. Elspa, sem fæddist á Akureyri skömmu fyrir miðja síðustu öld og fékk bágborið veganesti út í lífið. Hún ólst upp við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun og fór að mestu á mis við formlega menntun. Bók sem vakið hefur mikla athygli.

Fjällbacka-serían Gauksunginn

Camilla Läckberg er komin til Fjällbacka á ný! Fjällbacka-serían hefur farið sigurför um heiminn, enda sameinar hún flókna ráðgátu og æsispennandi djúpskreiða glæpasögu með einstökum hætti. Nú er samfélagið í Fjällbacka í áfalli eftir tvo skelfilega atburði. Hjónin Erica Falck rithöfundur og Patrik Hedström lögreglumaður fara ekki varhluta að því.

Glaðasti hundur í heimi

Biblía hundaeigandans

Glaðasti hundur í heimi er afar kærkomin bók fyrir hundaeigendur. Hún er skrifuð af kostgæfni, reynslu og þekkingu og geymir allt það sem skiptir máli í hundauppeldi og meira til. Þetta er biblía sem allir hundaeigendur verða að eignast. Heiðrún Villa hundaþjálfari er einn helsti hundaatferlisfræðingur landsins og notar afar uppbyggilegar aðferðir.

Haaland

– sá hættulegasti

Erling Braut Haaland! Norska undrið sem þaut sem hvirfilbylur yfir knattspyrnuheiminn. Hann hættir ekki að skora og enginn kann að verjast honum. Mótherjar kalla hann skepnu, ómennskan. Er hann sá hættulegasti í sögunni - og bara rétt að byrja? Kynnumst sögu undradrengsins, æskunni og hröðum uppgangi í hressandi frásögn skreyttri frábærum myndum.

Hetjurnar á HM

Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsti íþróttaviðburður veraldar. Það er sama hvað hver segir, engin íþrótt jafnast á við fótbolta að dramatík, vinsældum og spennu. Og engin keppni jafnast á við HM í fótbolta, sem haldin er á fjögurra ára fresti. HM 2022 er beðið með óþreyju um allan heim. Lestu allt um hetjurnar á HM!

Hungur

Lögreglan í Reykjavík fær tilkynningu um dularfullt mannshvarf. Ungur maður frá Vestfjörðum sem ætlaði að tjalda í borgarlandinu er horfinn sporlaust. Nokkru síðar er tilkynnt um hrottalegt morð um hábjartan dag á heimili í nágrenni Elliðaárdals. Hörður Grímsson telur að málin tengist og að hryllingnum sé ekki lokið. Hið illa er komið á kreik.

Íslensk knattspyrna 2022

Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eru einstakar og eiga engan sinn líka í heiminum. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í rúm fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri. Hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2022 í máli og myndum. Ómissandi árbók allra áhangenda íslenskrar knattspyrnu.

Keltar

– áhrif á íslenska tungu og menningu

Boðið er upp á nýja sýn á Íslandssöguna, á það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina stóru hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu. Nýleg erfðaefnisgreining sýnir að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna var Keltar. Hér er fjallað um það keltneska í tungu okkar og í örnefnum á Íslandi – og minjar sem eru eldri en norrænt landnám.

Lóa og Börkur Langskot í lífsháska

Sjálfstæð og æsispennandi bók í seríunni vinsælu um vinina Lóu og Börk. Nú fara þau til Bandaríkjanna í körfuboltabúðir en fyrr en varir fer af stað mögnuð atburðarás. Það er erfitt að fóta sig í hættulegum heimi þar sem fólk leynir á sér og ýmislegt getur gerst. Bók hlaðin rafmagnaðri spennu. Þvílík troðsla frá Kjartani Atla og Braga Páli!

Leyndarmál Lindu 9

Sögur af ekki-svo-mikilli dramadrottningu

Hvað gerist þegar versta óvinkonan stelur dagbókinni þinni? Leyndarmál Lindu eru nefnilega ótal mörg og fer þeim fjölgandi með hverri bókinni. Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fyndar og fjörlegar teikningarnar á hverri síðu og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.