Niðurstöður

  • Sögur útgáfa

11.000 volt

Þroskasaga Guðmundar Felix

Guðmundur Felix missti báða handleggi í skelfilegu slysi aðeins 25 ára gamall. Barátta hans hefst þó mun fyrr, því stór áföll hafa mætt honum frá fyrstu æviárum. Í þroskasögunni 11.000 volt fá lesendur rafmagnaða rússíbanareið í gegnum líf Guðmundar Felix og verða m.a. vitni að langþráðum...

Aðeins færri fávitar

Aðeins færri fávitar er önnur bók Sólborgar Guðbrandsdóttur, byggð á samnefndu samfélagsverkefni hennar gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Hér er vangaveltum unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Fyrsta bók Sólborgar, Fávitar, var ein mest selda bókin í fyrra.

Allt í blóma

Stofublómarækt við íslenskar aðstæður

Falleg pottablóm eru dásamleg. Þau gera heimilin okkar hlýlegri, veita gleði og fegra umhverfið. Í Allt í blóma fræðir fremsti garðyrkjumaður okkar, Hafsteinn Hafliðason, blómaunnendur um hvaðeina sem skiptir máli af sínu alkunna listfengi. Hafsteinn hefur lengi glatt fylgjendur Facebook-grúppunnar Stofublóm, inniblóm, pottablóm og gerir það svo sannarl...

Andardráttur

Forn list endurvakin

Öndun er mikilvægasti þáttur heilsu okkar en þó höfum við tapað hæfileikanum að anda rétt. Blaðamaðurinn James Nestor sýnir okkur að smávægilegar breytingar á öndun geta lengt lífið, eflt þrek og þol, endurnært líffærin og komið í veg fyrir hrotur, astma og ýmsa sjúkdóma. Metsölubók New York Times og Sunday Times. Bók ársins hjá Washington Post.

Arnaldur Indriða­son deyr

Íslenska þjóðin er í áfalli þegar ástsælasti rithöfundur hennar, Arnaldur Indriðason, finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Hvernig tengist hinn mislukkaði rithöfundur Uggi Óðinsson morðinu og hví fléttast strákarnir úr 70 mínútum inn í málið? Arnaldur Indriðason deyr er önnur skáldsaga Braga Páls, en sú fyrri, Austur, fékk verðskuldað lof.

Borðum betur

Fimm skref til langvarandi lífsstílsbreytinga.

Í þessari fróðlegu og handhægu bók leiðir Rafn Franklín heilsuráðgjafi og þjálfari lesendur á markvissan hátt í gegnum 5 skref sem umbreyta mataræðinu. Breytingarnar stuðla að langvarandi heilbrigði og hjálpa þeim sem vilja haldast í kjörþyngd. Rafn miðlar sinni þekkingu á einstakan hátt í bókinni auk þess sem girnilegar og heilnæmar uppskriftir fylgja.

Breyttu leiknum, borðaðu betur

Hvernig getur íþróttafólk hámarkað árangur sinn og náð meiri færni í leik sínum? Færa breyttar áherslur í mataræði fólk beint á toppinn? Það veit Elísa Viðarsdóttir, næringarfræðingur og knattspyrnukona, sem deilir hér hagnýtum fróðleik um næringu og mataræði ásamt girnilegum uppskriftum. Einnig fáum við innsýn í máltíðir þekkts íþróttafólks á leikdegi.

Dagbók Kidda klaufa 14

Brot og braml

Kiddi klaufi er vinsælasti bókaflokkur heims, enda er Kiddi langskemmtilegastur og fær alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki. Foreldrar Kidda erfa mikla peninga og velta vöngum yfir því hvað þau eigi að gera við þá. Mamma Kidda vill endurinnrétta húsið en Kiddi er ekki sannfærður. Enda kemur margt skrítið í ljós þegar framkvæmdir við húsið hefjast.

Dagbók Kidda klaufa 15

Á bólakafi

Fjölskylda Kidda leggur upp í langt ferðalag á húsbíl. Eins og oft gerist hjá fjölskyldunni gengur allt á afturfótunum. Má líka segja að mikið vatnsveður einkenni þetta ferðalag enda allt á bólakafi! Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Helgi Jónsson er margverðlaunaður fyrir þýðingar sínar á Kidda.

Fagurt galaði fuglinn sá

Dásamleg fuglabók með hljóðum sem á sér engan líka. Fuglar heimsins eru falleg og forvitnileg dýr. Þeir fljúga frjálsir um loftin blá og hver og einn syngur með sínu nefi. Í þessari bók kynnist þú fuglum af ýmsum tegundum og meira að segja hvers konar hljóð þeir gefa frá sér. Þú smellir á takkann, hlustar á hið fagra fuglagal og kvakar með.

Fíkn

Líf Ellerts umturnast þegar hann heillast af myndlistarkonunni Freyju Negroni, sem hefur nýlega snúið heim frá Ítalíu eftir erfiðan skilnað. Hann reynir að fylgja Freyju eftir í tryllingslegri rússíbanareið þar sem fíkn er yfir og allt um kring. Villt kynlíf og vímugjafar virðast aldrei langt undan. Lygarnar og svikin vinda upp á sig. Rannveig Borg slær hér nýjan og djarf...

Fyrsti sendi­herra á Íslandi 1919-1924

Að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni óttast Danir að Ísland geti ekki staðið sig sem fullvalda ríki og ákveða því að senda reyndan erindreka til Íslands, hinn íslenskættaða Johannes Böggild. Í bókinni Fyrsti sendiherra á Íslandi er nýju ljósi varpað á samskipti Íslands og Danmerkur á tímabilinu og það hvernig smáríkið Ísland varð til.

Harmaborgin

Efni ljóðanna á sér stað á friðsælum reit, kirkjugarði, sem tekur á sig hrollvekjandi myndir þegar svo ber undir. Flest eru ljóðin fram sett af mildi og stemningin snertir hug og hjarta lesenda. Ég er býsna lukkulegur með þessi ljóð og titillinn er afbragðsorðaleikur. – Gísli Rúnar Jónsson

Heima hjá Lækni­num í eldhúsinu

Heima líður okkur vel og þar eigum við okkar bestu stundir. Ástríðukokkurinn og Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr, er kominn heim eftir langa dvöl erlendis og hér töfrar hann fram litríkt lostæti sem aldrei fyrr. Enda á heimavelli. Læknirinn í eldhúsinu sló í gegn með fyrri bókum sínum, sem eru löngu orðnar ófáanlegar.

Horfnar

Það er sumarbjart og sólin skín við Kirkjubæjarklaustur. Tvær þýskar vinkonur á bakpokaferðalagi heillast af stórbrotinni náttúrunni. Undir friðsælu yfirborðinu við Klaustur leynast þó myrk leyndarmál sem stúlkurnar tvær vilja ekki vita af. Hörður Grímsson lögreglumaður er mættur að Klaustri til afleysinga. Þar gerist aldrei neitt. Að hann heldur.

Íslensk knatt­spyrna 2021

Ómissandi bók í safn alls knattspyrnuáhugafólks. Allt frá árinu 1981 hefur Víðir Sigurðsson haldið úti gríðarlegri heimildavinnu um íslenska knattspyrnu, mögnuðu starfi sem á sér enga hliðstæðu. Á 40. afmælisárinu er ekki brugðið út af vananum, því hér fjallar Víðir um hið viðburðaríka knattspyrnuár 2021 af sinni alkunnu snilli.

Kassinn

Ung kona finnst látin í kassa sem sverð hafa verið rekin í gegnum. Lögreglan stendur ráðþrota: Snýst þetta um töfrabragð sem farið hefur úrskeiðis eða hrottalegt morð? Kassinn er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sú fyrsta í röðinni í væntanlegum þríleik.

Kortlagning heimsins

Frá Grikkjum til Google Maps

Hvers vegna lítur kort af heiminum út eins og það gerir? Hví er norður upp og Ameríka vinstra megin? Af hverju er Evrópa stærri á korti en á hnettinum? Kortlagning heimsins eftir Reyni Finndal Grétarsson svarar öllum þessum spurningum, en bókin geymir fjölmörg kort og fágætar sögur sem endurspegla þau kort sem maðurinn hefur skapað allt frá Grikkjum til Google Maps.