Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Allt sem þú vilt vita um Biblíuna

  • Höfundur Þórhallur Heimisson
Forsíða bókarinnar

Víðar lendur Biblíunnar eru hér allar undir; hugljúfar ástarlýsingar Ljóðaljóðanna, grimmileg þjóðarmorð Gamla testamentisins, kærleiksboðskapurinn og erfðasyndin. En skrímslin eru heldur ekki látin óáreitt. Kvenfyrirlitning, hommafóbía og gyðingahatur kirkjunnar fá vægðarlausa umfjöllun, sem og hin aldagamla spurning um sannleiksgildi Biblíunnar.

Þórhallur Heimisson leiðir lesendur í gegnum hina mörgu og torræðu kafla Biblíunnar í einkar aðgengilegri frásögn. Hinar víðu lendur Biblíunnar eru allar undir, jafnt hugljúfar ástarlýsingar Ljóðaljóðanna, grimmileg þjóðarmorð Gamla testamentisins, kærleiksboðskapurinn og sjálf erfðasyndin. En skrímslin í kirkjusögunni eru heldur ekki látin óáreitt. Kvenfyrirlitning, hommafóbía og gyðingahatur kirkjunnar fá vægðarlausa umfjöllun, sem og hin aldagamla spurning um sannleiksgildi Biblíunnar. Hvernig varð texti hennar í raun og veru til og hefur hún einhverja sagnfræðilega þýðingu?

Þórhallur Heimisson hefur lengi verið starfandi prestur í íslensku og sænsku þjóðkirkjunni og hefur stundað framhaldsnám í trúarbragðasögu. Þá hefur höfundur ferðast vítt og breitt um heiminn, ýmist einn eða sem leiðsögumaður, og heimsótt höfuðstöðvar og söguslóðir trúarheima.