Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Andkristur

Forsíða bókarinnar

Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche er og verður óþekktarormur evrópskrar heimspeki. Andkristur er eitt síðustu verka hans og sameinar marga helstu kosti hans (og galla) í eldskarpri greiningu sem kallast á við niðursallandi yfirlýsingar. Ritið gefur þó fyrst og fremst einstaka innsýn í gagnrýni hans á kristindóminn og evrópska siðmenningu.