Útgefandi: Salka

Ljósbrot

Þegar þú stendur frammi fyrir sannleikanum eða ímyndinni, hvort velurðu? Kolbrún er farsæll framkvæmdastjóri, hamingjusamlega gift og fjölskyldumyndin gæti auðveldlega fylgt rammanum úti í búð. Þegar hún býður sig fram til forseta fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir.

Miðillinn

Á köldum vetrarmorgni er rannsóknarlögreglan kölluð út að Hólavallagarði. Innan um þá sem þar hafa verið lagðir til hinstu hvílu finnst lík eldri konu og fljótt er ljóst að dauðdaga hennar hefur borið að með saknæmum hætti. Hver getur hafa átt eitthvað sökótt við þessa eldri konu sem virðist hafa verið hlédræg, vanaföst og einförul?

Úlfur og Ylfa: Sumarfrí

Úlfur og Ylfa eru bestu vinir. Þau eru komin í sumarfrí og eru á leið í ferðalag með mömmum hans Úlfs. Þau ætla að keyra alla leið á Vestfirði og að sjálfsögðu slæst hundurinn Bósi Ljóshár með í för. Vinanna bíða mörg ævintýri á áfangastað, bæði náttúruundur og nýir vinir og þau taka þátt í spennandi keppni.