Útgefandi: Salka

Gönguleiðir á Reykjanesi

Lifandi leiðarlýsingar, kort og GPS-hnit tæplega 30 áfangastaða á Reykjanesskaga. Gönguleiðirnar eru innblásnar af þeim miklu jarðumbrotum sem hafa einkennt svæðið alla tíð. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir utanvegahlaup og enn aðrar til að kynna yngstu kynslóðina fyrir töfrum fjallaferða.

Héragerði

Ævintýri um súkkulaði og kátínu

Tvíburarnir Inga og Baldur eru alveg að komast í páskafrí. Framundan sjá þau fyrir sér talsvert súkkulaðiát og almenna flatmögun en í ljós kemur að þau eiga að gista hjá ömmu sinni sem er nýflutt til landsins í hið dularfulla byggðarlag Héragerði. Bráðskemmtileg, fyndin, litrík og falleg bók um systkini sem eru jafn ólík og dagur og nótt.

Hvað ef?

Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið, Bítlarnir hefðu aldrei verið til og fleiri sagnfræðilegar vangaveltur

Kafað í lykilatburði í sögunni og skoðað hvernig þeir hefðu getað farið öðruvísi og hvað hefði þá getað gerst í framhaldinu. Allt frá gullaldarárum Rómarveldis til Þýskalands í fyrri og seinni heimsstyrjöldunum, frá Íslandi á tímum víkinga og útrásarvíkinga til fallvaltra Sovétríkjanna og frá Bítlunum til forsetakosninga í Bandaríkjunum.

Í návígi við fólkið á jörðinni

Segir frá venjulegu fólki í óvenjulegum og stundum ótrúlegum aðstæðum. Náttúruöfl, styrjaldir, hversdagshetjur og illmenni eru meðal þess sem fréttamaðurinn og hjálparstarfsmaðurinn Þórir fjallar um á síðum bókarinnar. Fólkið sem Þórir kynnist hefur ótrúlegan styrk þrátt fyrir hrikalegar aðstæður og er staðráðið í að gera heiminn að betri stað.

Leiðarvísir nornarinnar að sjálfsrækt

Heilandi galdrar og græðandi fjölkynngi fyrir betra líf

Hér er að finna fleiri en 90 seiði og galdraathafnir sem hjálpa þér að tengjast huga þínum, líkama og innra sjálfi. Lestu um hreinsandi athafnir, jurtir og kristalla, íhugun og kraftbirtingar, stjörnuspeki, tunglganginn, tarot og seiði og galdra sem hjálpa þér og styrkja.

Sögurnar á bak við jógastöðurnar

Indverskar goðsagnir sem skópu 50 jógastöður

Uppgötvaðu sögurnar og viskuna sem liggja að baki uppáhalds jógastöðunum þínum í þessari töfrandi bók um indverska goðafræði. Sögumaðurinn, fræðimaðurinn og kennarinn Dr. Raj Balkaran leiðir lesandann í ógleymanlegt ferðalag um goðsagnaheima Indlands á síðum bókarinnar og segir sögurnar á bakvið 50 lykilstöður í jóga.