Útgefandi: Salka

Breytingaskeiðið

Jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi

Breytingaskeiðið er meira en bók. Hún er bylting. Hún er bjargvættur. Bókin kannar og útskýrir vísindin, afsannar skaðlegar mýtur sem hafa haldið aftur af okkur of lengi og brýtur þagnarmúrinn sem staðið hefur í kringum breytingaskeiðið, aðdraganda þess og afleiðingar. Nú kveðjum við óttann, röngu upplýsingarnar, skömmina og þögnina.

Hekla

Ævintýralegar og fallegar uppskriftir að hekluðum leikföngum fyrir yngstu kynslóðina. Í Heklu má finna hringlur fyrir smákrílin, svani, einhyrninga, blómálfa, jólakúlur og margt fleira. Uppskriftirnar henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Miðillinn

Á köldum vetrarmorgni er rannsóknarlögreglan kölluð út að Hólavallagarði. Innan um þá sem þar hafa verið lagðir til hinstu hvílu finnst lík eldri konu og fljótt er ljóst að dauðdaga hennar hefur borið að með saknæmum hætti. Hver getur hafa átt eitthvað sökótt við þessa eldri konu sem virðist hafa verið hlédræg, vanaföst og einförul?

Úlfur og Ylfa - Ævintýradagurinn

Dagurinn í dag er enginn venjulegur dagur. Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndunaraflið er með í för! Þá getur íslenskur mói breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrinu.