Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Arfur aldanna I

Handan Hindarfjalls

  • Höfundur Aðalheiður Guðmundsdóttir
Forsíða bókarinnar

Hér er fyrsta bindi af fjórum í ritröðinni Arfur aldanna en ritröðin fjallar um fornaldarsögur, uppruna þeirra, útbreiðslu og einkenni. Í þessi bindi er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í evrópsku samhengi utan Norðurlanda fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum og sér í lagi er sótt í annála og aðrar fornar sagnfræðiheimildir en einnig söguljóð og fornminjar sem kunna að fela í sér myndrænar tilvísanir í söguefnið.