Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Arfur aldanna II

Norðvegur

  • Höfundur Aðalheiður Guðmundsdóttir
Forsíða bókarinnar

Norðvegur er annað bindi af fjórum í ritröðinni Arfur aldanna sem fjallar um fornaldarsögur, uppruna þeirra, útbreiðslu og einkenni. Í þessu bindi er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í norrænu samhengi fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum er stuðst við fornminjar á borð við myndsteina, rúnasteina, útskurð í tré og vefnað en við sögu koma þó einnig sagnaritarar og skáld sem unnu með sagnaefnið í ritum sínum og kveðskap.