Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Söngur Súlu 2 Ást í mörgum myndum

  • Höfundur Hrafnhildur Valgarðsdóttir
Forsíða bókarinnar

Bókin er framhald skáldsögunnar Söngur Súlu og fjallar nú um líf hennar í höfuðborginni á árunum 1964-1966. Súla býr í húsi þar sem einnig er starfandi bókaútgáfa og þar kynnist hún heimi bókanna. Eins og áður koma ýmsar aðrar persónur við sögu ásamt skrautlegum ástarmálum þeirra.

Rithöfundurinn Benjamín býr í sama húsi og er að leggja lokahönd á mikið og merkilegt ritverk. Súla tekur þátt í baráttu Benjamíns við skriftirnar og kynnist þá um leið sjálfri sér. En hún þráir að sameinast fjölskyldu sinni á ný og þar gengur á ýmsu.