Höfundur: Hrafnhildur Valgarðsdóttir

Söngur Súlu 3

Í faðmi fjallsins

Það er komið að tímamótum hjá Súlu. Hún er ófrísk og í „húsi bóka” er ekkert pláss fyrir barn. Eftir erfiðar uppákomur í vinnunni ákveður hún að flytja vestur, í hús ömmu sinnar sem stendur autt en er – kannski fokið burt í rokinu fyrir vestan. Hún þarf að hugsa hlutina upp á nýtt í nýjum veruleika ein og óstudd sem fullorðin kona og bráðum móðir.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Söngur Súlu 2 Ást í mörgum myndum Hrafnhildur Valgarðsdóttir Krass Bókin er framhald skáldsögunnar Söngur Súlu og fjallar nú um líf hennar í höfuðborginni á árunum 1964-1966. Súla býr í húsi þar sem einnig er starfandi bókaútgáfa og þar kynnist hún heimi bókanna. Eins og áður koma ýmsar aðrar persónur við sögu ásamt skrautlegum ástarmálum þeirra.