Söngur Súlu 3
Í faðmi fjallsins
Það er komið að tímamótum hjá Súlu. Hún er ófrísk og í „húsi bóka” er ekkert pláss fyrir barn. Eftir erfiðar uppákomur í vinnunni ákveður hún að flytja vestur, í hús ömmu sinnar sem stendur autt en er – kannski fokið burt í rokinu fyrir vestan. Hún þarf að hugsa hlutina upp á nýtt í nýjum veruleika ein og óstudd sem fullorðin kona og bráðum móðir.