Ástarkraftur

Undirstöður ástarfræða

Forsíða kápu bókarinnar

Ástin hefur lengi verið á jaðrinum í akademíunni, líka þegar Anna Guðrún Jónasdóttir setti fram hugtakið ástarkraftur í doktorsritgerð sinni árið 1991. Hér fjalla 17 fræðimenn úr mennta-, hug- og félagsvísindum um ást sem mannlega þörf og iðju sem hefur ekki einungis áhrif á stöðu einstaklinga heldur einnig á samfélagsgerð, velferð og jafnrétti.