Bambaló
Fyrstu lögin okkar
Ný og vönduð íslensk barnabók með gullfallegum myndum og heillandi tónlist. Bókin er tilvalin til að styrkja tengsl foreldra og barna, sem geta notið þess saman að hlusta á tónlistina, syngja með og skoða litríku myndirnar. Á hverri síðu eru nemar sem yngstu lesendurnir geta sjálfir ýtt á, og heyra þá fjölbreytt hljóðfæri leika skemmtileg lög.
Bambaló býður börnum og foreldrum í töfraheim tónlistarinnar, þar sem hver síða lifnar við með hljóðum, litum og laglínum sem gleðja bæði eyru og augu.