Berklar á Íslandi

Forsíða kápu bókarinnar

Hér er fjallað um einn lífshættulegasta smitsjúkdóm sem gengið hefur á Íslandi og nær sagan fram til ársins 1950. Þá fór bæði að draga úr smitum og dauðsföllum af völdum veikinnar. Berklaveiki var mikið mein í íslensku samfélagi í byrjun tuttugustu aldar og var dánartala berklasjúklinga á Íslandi ein sú hæsta í Evrópu.

Lagðist veikin einkum á ungt fólk. Ungar konur voru í meirihluta berklasjúklinga sem lutu í lægra haldi fyrir þessum skelfilega vágesti. Heilaberklar er hættulegasta tegund berklaveiki sem lagðist einkum á ung börn og fóru börn á Íslandi ekki varhluta af veikinni.

Þetta er sannkallað stórvirki, stútfullt af fróðleik, frásögnum af þeim sem berklarnir lögðu að velli og eins þeim sem höfðu betur í baráttunni við þá. Ennfremur er rakin saga Vífilsstaða, fyrsta berklahælisins á Íslandi.