Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar

Björn Pálsson

Flugmaður og þjóðsagnapersóna

Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður "bjargvættur landsbyggðarinnar" en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en "lófastærð".

Höfuðdagur

Sendibréf til móður minnar á 100 ára afmælisdegi hennar

Hvað bíður ungs barns sem misst hefur báða foreldra sína? Hvernig varð líf móður minnar eftir að hún varð niðursetningur? Var fólkið gott við hana? Hvernig leið henni á nýjum stað? Hvað varð af hinum systkinunum? Hér bregður höfundur sér aftur í barnæsku móður sinnar á Stokkseyri og svarar þessum spurningum og mörgum fleiri.

Marcus Rashford

Markaskorarinn með gullhjartað

Marcus Rashford er knattspyrnumaður á heimsmælikvarða og miklu meira en það. Hann skorar ekki aðeins mörk í öllum regnbogans litum heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín vegna fátæktar og sömuleiðis gegn kynþáttafordómum. Í þessari bók er saga Rashford rakin, innan vallar og utan.

Ævintýri morgunverðarklúbbsins Skrímslið og týndi fótboltinn

Marcus verður fyrir því óláni að týna fótboltanum sínum og þegar hann fer að leita að honum, ásamt vinum sínum, kemst hann að því að ekki er allt sem sýnist. Bráðskemmtilegt ævintýri, bara pínulítið stressandi, fyrir alla fótboltakrakka - og hina líka.

Vesturbærinn

Húsin - Fólkið - Sögurnar

Vesturbærinn á sér um margt sérstaka sögu. Hér er lítillega tæpt á nokkrum þáttum hennar og sjaldnast er fólkið í hverfinu langt undan. Margir eru kallaðir til; innfæddir, brottfluttir og aðfluttir Vesturbæingar og eflaust vakna einhvers staðar sterkar endurminningar. Vesturbærinn er fróðlega bók og fyndin og sannarlega þess virði að lesa.