Niðurstöður

  • Bókaútgáfan Hólar

Bjóluætt

Bjóluætt er rakin til hjónanna Filippusar Þorsteinssonar (1799-1855), bónda í Bjólu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og eiginkvenna hans, Guðbjargar Jónsdóttur (1805-1838) og Sigríðar Jónsdóttur (1814-1893). Frá þeim er kominn gríðarstór ættbogi sem teygir sig út um allan heim, en sameinast þó í þessu mikla riti, sem prýtt er fjölda mynda.

Bland í poka

Höfundurinn, Páll Jónasson ólst upp við ljós og lausavísur og íslenskt mál hefur alltaf verið honum hugleikið. Hér býður hann ykkur upp á bland í poka frá árunum 1997-2022.

Brandarar, gátur og þrautir 2

Geggjuð blanda

Brandarar, gátur og þrautir er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er.

Fimmaurabrandarar 4

Brotabrot af þeim albestu bröndurum sem birst hafa á Facebook-síðu Fimmaurabrandarafjelagsins.

Fótboltaspurningar 2022

Ágæti lesandi! Þá hefur enn ein Fótboltaspurningabókin skotist út úr prentvélunum og vonandi fellur hún vel í kramið eins og hinar fyrri. Hér er víða komið við, innan knattspyrnunnar, bæði á Íslandi og erlendis og auðvitað er sérstakur kafli um íslenska kvennalandsliðið á Evrópumótinu 2022.

Jólasveinarnir í Esjunni

Lalli er nýkominn úr erfiðum fótboltaleik og nennir ekki að fara með foreldrum sínum og Dísu systur sinni á Esjuna að honum loknum. Hann er dauðþreyttur en fer þó samt og sér sko ekki eftir því þar sem óvænt ævintýri bíður hans.

Líkið er fundið

Sagnatíningur af Jökuldag

Í þessari bráðskemmtilegu bók, Líkið er fundið, er ógrynni skemmtilegra sagna og vísna, enda eru Jökuldælingar þekktir fyrir létta lund langt aftur í ættir og leyfa nú öðrum að njóta þess með sér.

Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling

Þessi bók fjallar um söguna af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling og ættu jafnt ungir sem aldnir að hafa gaman af þessu bráðsnjalla ævintýri.

Spurningabókin 2022

Spennandi spurningakeppni fyrir alla fjölskylduna

Hér er enn ein spurningabókin úr smiðju Bókaútgáfunnar Hóla en hún er sú tuttugasta og þriðja í þessum bókaflokki, sem skartað hefur einni bók árlega frá 1999 að einu ári undanskyldu. Þessar bækur hafa allar notið mikilla vinsælda, eins og spurningaleikir almennt gera og vafalítið verður svo um ókomna tíð.

Stafróf fuglanna

Stafróf fuglanna er ætlað börnum sem eru farin að sýna stöfum og orðum áhuga. Jafnframt er kverinu ætlað að kynna börnum algenga fugla sem halda sig í náttúru Íslands, ýmist allt árið eða að sumarlagi.

Stundum verða stökur til

Bragasnillingurinn Hjálmar Jónsson fer hér á kostum í leiftrandi kveðskap og frásögnum. Hann rekur sig fram um ævina í vísum og ljóðum enda ljóst að bundið mál varðar æviveginn.