Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar

Langt var róið og þungur sjór

Líkön Njarðar S. Jóhannssonar af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum og frásagnir af afdrifum þeirra

Þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði hefur smíðað á þriðja tug líkana af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum frá 18. og 19. öld. Hér eru myndir af þeim, sannkölluðum listaverkum, og jafnframt er rakin saga þeirra, sem endaði ekki alltaf vel. Samantekt á ensku fylgir í lok bókarinnar.

Með frelsi í faxins hvin

Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni

Hér segir frá Hermannni Árnasyni. Tamning hrossa og hestaferðir eru hugsjón hans og sum viðfangsefnin með ólíkindum s.s. vatnareiðin, stjörnureiðin og Flosareiðin þegar riðið var í spor Flosa og brennumanna frá Svínafelli að Þríhyrningshálsum til að sannreyna þá reið sem farin var til að brenna inni heimilisfólk á Bergþórshvoli í Brennu-Njáls sögu.

Óli Gränz

Óli Gränz er Eyjapeyi og grallari. Hann missti aleigu sína í Heymaeyjargosinu, eignaðist sjö börn á átta árum með fjórum konum, en ástarlíf hans var stundum umtalað í Eyjum. Hjá honum hefur gleðin alltaf haft yfirhöndina en stundum hefur þó gefið á bátinn. Hér segir hann á hispurslausan hátt og skemmtilegan frá lífshlaupi sínu sem er engu öðru líkt

Segir mamma þín það?

Gamansögur úr íslenska skólakerfinu

Hvað gerist á fengitímanum? Af hverju gat hafnfirska stúlkan ekki bitið á jaxlinn? Hvað er píslarvottur? Af hverjum var góð skítalykt? Hvað er þversögn? Fyrir hvað stendur skammstöfunini DHL? Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók, sem sýnir íslenska skólakerfið í öðru ljósi, en fréttir hafa gert undanfarin misseri.

Spurningabókin 2025

Geta snákar synt?

Hvernig er krossinn í þjóðfána Danmerkur á litinn? Hvaða fyrirbæri er i miðju sólkerfisins? Hvaða íþróttagrein stunda stúlkurnar í Aþenu? Klukkan hvað eru dagmál? Heiti hvaða mánaðar er fremst í stafrófsröðinni? Fyrir hvaða íþróttagrein er Bjarki Már Elísson þekktur. Þessar spurningar og margar fleiri eru í þessari bráðsmellnu spurningabók!