Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar

26 hæða trjáhúsið

Komdu í heimsókn til Adda og Tedda í nýstækkaða trjáhúsið þeirra, sem er nú með 13 glænýjum hæðum. Þar má m.a. finna klessubílabraut, hjólabrettaramp, þyngdarleysistank, íshöll með 78 bragðtegundum og Völundarvitið, sem er völundarhús sem enginn hefur nokkru sinni ratað aftur út ... alla vega ekki enn. Jæja, eftir hverju ertu að bíða? Komdu upp!

Aldarlýsing - Ættarsaga Drottningin í Dalnum

Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir

Saga Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur, tveggja eiginmanna og sona hennar í Vatnsdal, er um margt merkileg. Foreldrar hennar urðu að láta hana frá sér vegna fátæktar og ómegðar þegar hún var þriggja ára. Hún eignaðist þrjú börn og varð ekkja í annað sinn 42 ára. Í kjölfarið keypti hún jörðina Haukagil í Vatnsdal og bjó þar með reisn í 26 ára.

Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Gengið á fjallatinda og í fjallaskörð á Gjögraskaga vestan Flateyjardals

Hér segir frá fjallgöngum um Gjögraskaga, vestan Flateyjardals inn fyrir Víkurskarð. Bókin er tvískipt, annars vegar ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi og hins vegar 13 gönguleiðarlýsingar á valin fjöll á svæðinu. Um 280 ljósmyndir eru í bókinni, auk 47 korta, þar af er eitt stórt af svæðinu.

Fyrir afa

- Nokkrar smásögur

Snilldarlega skrifaðar smásögur af Sigurgeiri Jónssyni, fyrrverandi kennara, sjómanni og blaðamanni með meiru, og ávallt býður hann okkur upp á óvænt endalok. Hver var t.d. ókurteisi ferðafélaginn? Fékk læknirinn sæðisprufuna? Hvað gerðist í sendibílnum á leiðinni til Akureyrar? Og hver var sá „framliðni“ sem fjallað er um og er dagsönn saga?

Ævintýri morgunverðarklúbbsins Ófreskjan í skólanum

Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Körfuboltalið skólans hefur gengið í gegnum mikla taphrinu undanfarið. Þá hefur draugaleg vera sést á sveimi í íþróttasalnum og heyrst hefur að bölvun hvíli á liðinu. Félagar í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins vilja komst að hinu sanna í þessu. Það verður þó ekki auðvelt.

Síldardiplómasía

Ferðalag frá nyrstu slóðum Íslands til syðsta odda Afríku í hlýjum faðmi síldarinnar

Síldardiplómasía fjallar, eins og nafn bókarinnar bendir til, um hinar mörgu hliðar síldarinnar, allt frá þætti hennar í menningu þjóða yfir í dýrindis síldarrétti, með viðkomu á ótal stöðum, meðal annars hjá þremur íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, sem stunda síldveiðar. Þau eru: Síldarvinnslan, Brim og Skinney-Þinganes.

Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur

Hjátrú af ýmsum toga

Hér er fjallað um hjátrú af ýmsum toga, bæði innlenda og erlenda, gamalgróna og nýja. Leitast er við að setja efnið fram á skýran og einfaldan hátt með því meðal annars að flokka hjátrúna í efnisflokka svo sem: Dýr, tíminn, líkaminn, ástir og kynlíf, matur og drykkur, athafnir, börn, hlutir, sjúkdómar og dauði.

Til taks

Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - fyrstu 40 árin

Í þessari bók er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá björgunarþyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og æði misjafnar, viðamestu verkefnum þyrlnanna og sviplegum atburðum í rekstri þeirra.