Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar

Bjóluætt

Bjóluætt er rakin til hjónanna Filippusar Þorsteinssonar (1799-1855), bónda í Bjólu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og eiginkvenna hans, Guðbjargar Jónsdóttur (1805-1838) og Sigríðar Jónsdóttur (1814-1893). Frá þeim er kominn gríðarstór ættbogi sem teygir sig út um allan heim, en sameinast þó í þessu mikla riti, sem prýtt er fjölda mynda.

Fáskrúðsfjarðarsaga I-III

Þættir úr sögu byggðar til ársins 2003

Í Fáskrúðsfjarðarsögu er fjallað um fjölmarga efnisþætti, s.s. þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Þetta er þriggja binda verk og eru margir Fáskrúðsfirðingar, fyrr og nú kallaðir fram á sjónarsviðið. Fjölmargar myndir prýða bækurnar.

Knattspyrnubærinn

100 ára knattspyrnusaga Akraness

ÍA vann fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1951 og var það í fyrsta sinn sem Íslandsbikarinn yfirgaf höfuðborgina. Titlarnir komu á færibandi næstu áratugi og fljótlega varð Akranes þekkt sem knattspyrnubærinn. Hér er saga knattspyrnunnar á Akranesi rakin í máli og myndum frá 1922 til okkar dags og knattspyrnuiðkun beggja kynja gerð góð skil.

Skagfirskar skemmtisögur 6

Fjörið heldur áfram

Sjötta bindið í þessum vinsæla bókaflokki hefur að geyma vel yfir 200 gamansögur af Skagfirðingum. Nýjum persónum bregður fyrir og við bætast sögur af öðrum, eins og Bjarna Har kaupmanni, Hvata á Stöðinni og Ýtu-Kela. Óborganlegar sögur af séra Baldri í Vatnsfirði, sem var borinn og barnfæddur Skagfirðingur. Glettnar gamanvísur fylgja með.

Spurningabókin 2022

Spennandi spurningakeppni fyrir alla fjölskylduna

Hér er enn ein spurningabókin úr smiðju Bókaútgáfunnar Hóla en hún er sú tuttugasta og þriðja í þessum bókaflokki, sem skartað hefur einni bók árlega frá 1999 að einu ári undanskyldu. Þessar bækur hafa allar notið mikilla vinsælda, eins og spurningaleikir almennt gera og vafalítið verður svo um ókomna tíð.