Niðurstöður

  • Bókaútgáfan Hólar

Brandarar, gátur og þrautir

Brandararnir í þessari bráðsmellnu bók eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði laufléttar og þrælþungar. Þessi bók hittir því víða í mark!

Ekki var það illa meint

Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson

Strax sem ungur maður gerði Hjálmar vísur sem urðu fleygar vegna þess hversu fyndnar þær voru. Hann hafði frá fyrstu tíð lag á að sjá hliðar á málum sem aðrir sáu ekki, draga fram sjónarhorn sem kom hressilega á óvart og vakti þannig oftar en ekki óstöðvandi kátínu.

Fimmaura­brandarar 3

Þegar Aðalbjörg svarar ekki í símann hringi ég í Varabjörgu. Ef ég villist á leiðinni að Heilsuhælinu í Hveragerði er ég þá hælisleitandi? Hvort er útrunnið eitur hættulegra eða hættuminna? Í gær ætlaði ég að segja góðan brandara um IKEA en ég er enn að setja hann saman. Hér rekur hver snilldin aðra og víst er að margir munu eiga góðar stundir með þessa bók á milli handanna.

Fótboltaspurningar 2021

Hver var aðalmarkvörður Ítala á EM 2020? Hvers son er Böddi löpp? Hvaða náttúrufyrirbæri má sjá í merki Stjörnunnar? Hvaða félag heldur Símamótið í knattspyrnu fyrir yngri flokka stúlkna? Hvernig er fallbyssan í merki Arsenal á litin? Hvaða þýska Bundeslígulið hefur viðurnefnið Úlfarnir? Hér er farið út úm víðan völl og spurt um fjölmargt úr knattspyrnuheiminum. Fótboltaspurnin...

Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar

Fugladagbókin 2022

Þessi bók er nýjung á íslenskum bókamarkaði og einkum hugsuð fyrir þau fjölmörgu, ung og eldri, sem hafa áhuga á fuglum, ekki síst í nærumhverfinu, þótt einnig megi nota bókina sem venjulega dagbók. Í henni er hægt að skrá hjá sér í hverri viku ársins þær tegundir, og fjölda innan hverrar og einnar, sem sjást þennan eða hinn daginn, auk þess sem ítarlegur fróðleikur er um 52 af...

Hérasmellir

Óborganlegar gamansögur af Héraðsmönnum

Þórunn á Skipalæk spænir rassinn úr buxunum. Hákon Aðalsteinsson lögregluþjónn skilar skýrslu um hestamenn. Frissi í Skóghlíð kennir þorstaleysis. Jón dýralæknir stýrir hundaslag. Jón Egill týnir héraðslækninum. Kjartan Ingvarsson reynir fyrir sér í leiklistarbransanum. Stórval fer í sögulega læknisaðgerð og flámæli veldur misskilningi. Þetta er bara brotabrot að þeim sem hér s...

ÓGN

Ævintýrið um Dísar-Svan

Amma heldur því fram að álfar séu til. Svandís trúir ekki á álfa en þegar dularfull skilaboð berast henni er hún ekki lengur viss í sinni sök. Í kringum hana er margt einkennilegt á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það sýnist vera. Svandís flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og þarf ásamt vinum sínum að glíma v...

Spurningabókin 2021

Kettir mjálma og gelta en hvað gera hestar? Hvernig eru skórnir hans Mikka músar á litinn? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski? Hvaða ávöxtur er einkennismerki tölvurisans Macintosh? Hvort fæða krókódílar lifandi afkvæmi eða verpa eggjum? Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.

Spæjara­hundurinn

Hvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Hann hefur oft komist í hann krappann en þó aldrei eins og nú. Hann þarf á öllu sínu að taka - og jafnvel meiru til - ef ekki á illa að fara. Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spennandi og prýtt mögnuðum teikninum...