Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Besti vinur aðal

  • Höfundur Björn Þorláksson
Forsíða kápu bókarinnar

Blaðamenn sem beittir hafa verið grímulausu ofbeldi leggja spil sín á borðið. Söguritari, Björn Þorláksson, afhjúpar sjálfur óeðlileg inngrip valdhafa og spilltra afla á löngum ferli sínum í blaðamennsku. Einnig er rætt við þolendur og ýmsa sérfræðinga um spillingu.

Besti vinur aðal fjallar um spillt öfl á Íslandi og viðhorf til spillingar hér á landi sem sumpart virðast á skjön við önnur ríki.

Meðal annars er áfallasaga Íslendinga krufin í leit að skýringum.

Fjallað er um ættar- og vinaveldið í landinu, afstöðu og afstöðuleysi.

Blaðamenn sem beittir hafa verið grímulausu ofbeldi leggja spil sín á borðið. Söguritari, Björn Þorláksson, afhjúpar sjálfur óeðlileg inngrip valdhafa og spilltra afla á löngum ferli sínum í blaðamennsku. Einnig er rætt við ýmsa sérfræðinga um spillingu og þolendur.

Hér kemur margt á óvart, því besti vinur aðal lúrir víðar en þig grunar.