Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Bíbí í Berlín

Sjálfsævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur

  • Höfundur Guðrún Valgerður Stefánsdóttir
Forsíða bókarinnar

Bíbí hét fullu nafni Bjargey Kristjánsdóttir (1927-1999). Hún var kennd við kotbæ foreldra sinna, Berlín. Hún var stimpluð „fáviti“ frá því í bernsku. Þegar Bíbí var þrítug lést móðir hennar og var hún í kjölfarið flutt á elliheimili á Blönduósi. Um síðir flutti hún í sjálfstæða búsetu. Sjálfsævisagan ber vott um góða greind, kímnigáfu og innsæi.

Bíbí hét fullu nafni Bjargey Kristjánsdóttir (1927 – 1999) en hún var kennd við kotbæ foreldra sinna, Berlín, sem var rétt utan við Hofsós. Hún þótti bráðgert barn en veiktist á fyrsta ári og var síðar stimpluð sem „fáviti" af fjölskyldu sinni og sveitungum. Þegar móður Bíbíar féll frá var hún þrítug og var þá flutt á elliheimilið á Blönduósi þar sem hún dvaldi í tæpa tvo áratugi. Um síðir flutti hún í þorpið og lifði þar í skjóli vina. Þetta er hennar saga – sjálfsævisaga – en fáir vissu að hún væri læs eða skrifandi.