Bölvunin

Forsíða bókarinnar

Bölvunin er saga um morð og þá sem lifa áfram. Um arfleifð og sekt, tímann og ástina. Hún hlaut frábærar viðtökur við útkomu í Svíþjóð, var tilnefnd sem spennusaga ársins og hefur síðan komið út víða um heim við mikið lof. "Stórkostlega byggð skáldsaga." Aftonbladet.

Nóvembernótt eina árið 1994 brennur hús í smábænum Marbäck. Lögreglan finnur unga konu látna í rústunum, en síðan kemur í ljós að hún hefur verið myrt áður en eldurinn kviknaði. Sá grunaði er handsamaður fljótlega, ákærður og loks dæmdur, þótt hann haldi fram sakleysi sínu.

Atburðurinn hefur hins vegar áfram mikil áhrif á líf fólksins í bænum eftir því sem tíminn líður. Hann stríðir til dæmis á Viðar Jörgensson lögreglufulltrúa. Hvað gerðist eiginlega þarna í skóginum í Marbäck þessa nótt?

Og svo er það Ísak, strákurinn sem bölvunin hvílir á og óttast að einn daginn muni hann gera eitthvað skelfilegt.

"Ekta góður þykkur sænskur krimmi og alveg hundspennó, mjög vel þýdd af Páli Valssyni, - þýðingin rennur einsog smjör og rjómi."

Védís Skarphéðinsdóttir, Bókagull

„Stórkostlega byggð skáldsaga.“ Aftonbladet, Svíþjóð

„Carlsson heldur lesandanum í heljargreipum. Og það sem meira er – hann skrifar frábærlega. Reyndar betur en flestir.“ Expressen, Svíþjóð

„Christoffer Carlsson er einn hæfileikaríkasti spennusagnahöfundur samtímans.“ Dagens Nyheter, Svíþjóð

„Bölvunin er frábær spennusaga með sálfræðilegri dýpt, glæsilega fléttuð og lausnin kom rækilega á óvart.“ Thrillers and More, Hollandi