Borgirnar ósýnilegu

Forsíða bókarinnar

Í þessari einstöku skáldsögu ræða saman Marco Polo og kínverski keisarinn Kublai Khan. Ítalski landkönnuðurinn lýsir fyrir gestgjafa sínum með töfrandi hætti hverri borginni af annarri í ríki keisarans – en smám saman kemur í ljós að hann er í raun aðeins að lýsa einni borg, hinni undursamlegu heimabyggð hans sjálfs, Feneyjum.

Eitt af meistaraverkum tuttugustu aldar bókmennta þar sem kallast á raunveruleiki og ímyndun – og klókindi skáldskaparins opinberast með margslungnum hætti.