Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Bráðum áðan

  • Höfundur Guðni Líndal Benediktsson
Forsíða kápu bókarinnar

Bráðum áðan er æsispennandi og hröð unglingabók!

Líf Söruh hefur verið í uppnámi síðan hún missti mömmu sína. Fjölskyldan botnar ekkert í henni og hún á enga samleið með krökkunum í skólanum. Dag einn birtist svo Elsa frænka eftir áralanga fjarveru, bullandi um alkemíu, tímaflakk og skrímsli – íklædd málmhönskum!

Áður en Sarah veit af er hún lögð af stað í stórhættulegt ferðalag gegnum tíma og rúm og orðin þátttakandi í gjörsamlega trylltu ævintýri sem þar sem bókstaflega allt getur gerst.

Bráðum áðan er æsispennandi og hröð unglingabók!