Niðurstöður

  • Bókabeitan

Blikur á lofti

Hvað á maður eiginlega að gera þegar maður er nýkominn frá lækni og búinn að fá verstu fréttir í heimi? Jú, það veit Henrik. Hann ætlar að bjarga heiminum! Henrik hefur í nógu að snúast og setur í gang mestu og trylltustu björgunaraðgerðir sem um getur! Bókin var tilnefnd í til Brageprisen og ARKs Barnabókaverðlaunanna 2018.

Eldurinn

Hefur þig alltaf langað að leika lausum hala í skólanum eftir lokun? Fara í feluleik, setja teiknibólu í kennarastólinn, aftengja skólabjölluna. Halla, Hildigunnur, Kári og Skarpi eru ein í skólanum, hvert með sína ástæðu. Það stóð samt aldrei til að kveikja í … eða hvað? Æsispennandi unglingabók!

Fríríkið

Þar sem endur drekka kvöldkaffi við eldhúsborðið, froskar slaka á í klósettinu, háttatímum er breytt í gítarpartí og heimalærdómi í leikrit – er aldrei dauð stund. Og ef hún drepst óvart þá sér Allamma um að lífga hana við! Fríríkið er spennandi unglingabók með einstaklega skrautlegum persónum sem leiða lesandann óvænt ferðalag.

Fuglabjargið

Á leynieyju sem stingst upp úr norðurhafi er fuglabjarg. Þar búa dramatískar súlur, hrekkjóttar ritur, slúðrandi æðarfuglar, stressuð hringvíufeðgin, snyrtilegir lundar, hlæjandi haftyrðlar, fúll skarfur og hinn fjölkunnugi hrafn. Fuglabjargið er bók sem sækir innblástur í lífríki fugla. Fuglabjargið er einnig tónleikverk og er tengill á tónlist verksins innifalinn í bókinni.

Ljósaserían

Holupotvoríur alls staðar

Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Hávarður og Maríus eru átta ára og bestu vinir. Einn daginn ætla þeir að selja tombólur og græða haug af peningum en hitta þá Bartek sem er nýfluttur til Íslands frá Póllandi. Í fyrstu gengur erfiðlega fyrir strákana að tala saman en þeir láta það ekki stöðva sig. Sérstaklega ekki þegar þeir uppgötva að Bartek er á leið í lífshættulegan le...

Hringavitleysa

Af hverju í ósköpunum hafði Fjóla samþykkt að taka þátt í þessari vitleysu? Nú var hún á harðahlaupum, með heimska belju og meðvitundarlausan kóngsson í eftirdragi og tvær ófrýnilegar tröllskessur á hælunum. Þetta var algjörlega út í hött og alls ekki það sem hún hafði ætlað sér þegar hún mætti í skólann um morguninn.

Ljósaserían

Jónas ísbjörn og jólasveinarnir

Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Jónas er kominn í jólafrí. Hann hlakkar mikið til að fá gómsæta jólasteik - og skógjafir frá jólasveinunum! En 19. desember er skórinn hans tómur úti í glugga og í fjárhúsinu rekst hann á afar skrítinn karl. Jónas býður karlinum inn í hús og þá gerast heldur betur undarlegir hlutir!

Kennarinn sem kveikti í

Nýr afleysingakennari tekur við BÖ-bekknum eftir ógurlegar hremmingar síðustu mánaða. Þegar krakkarnir eru sendir í dularfullan ratleik í mannlausum skólanum læðist að þeim óþægilegur grunur. Í þetta sinn fylgjum við hinum einstaka, bráðgreinda en stundum misskilda Fannari í gegnum hraða, fyndna og hörkuspennandi atburðarás í bók sem fær hárin til að rísa.

Bekkurinn minn

Lús!

Vandaðar myndríkar léttlestrarbækur sem fjalla um krakka í íslenskum skóla. Hvert barn í bekknum fær sína eigin bók og saman mynda þær bókaflokkinn Bekkurinn minn. Lús! fjallar um Sigríði.

Ljósaserían

Sóley og töfra­sverðið

Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Sóley býr í Grálandi þar sem allt er grátt. Grasið, regnboginn, hárið á mömmu, bókstaflega allt. Sóley segist muna eftir fleiri litum en enginn trúir henni. Dag einn finnur hún töfrasverð sem flytur hana í annað land. Þar eru fleiri litir en þar eru líka óvæntar hættur og margt dularfullt á seiði.

Ljósaserían

Veran í vatninu

Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Vatnið í sveitinni er orðið skærgrænt og Jónas frændi fær Dísu og Dreng með sér í rannsóknarleiðangur. Dísa er sannfærð um að ástæðan sé sú að í vatninu búi geimvera. Því trúir reyndar enginn svo hún verður að taka málin í eigin hendur. Við sögu koma draugar og kleinur. Og mýflugur. Mjög, mjög mikið af mýflugum!

Þrautabók Stúfs

Stúfi finnst svakalega gaman aðleysa ráðgátur og þrautir. Í þessari bók eru einmitt alls konar þrautir sem þú getur leyst og myndir til að lita. Hér getur þú meira að segja skrifað þína eigin ráðgátu!

Nornasaga

Þrettándinn

Lokabók í æsispennandi þríleik! Katla verður að koma tveimur nornum aftur til Goðheima. Auk þess þarf hún að finna örlaganornirnar og fá Skuld til að skera á galdrafjötur. En áætlanir eiga það til að fara úrskeiðis þegar Katla á í hlut og í þetta sinn kemur hún af stað röð atburða sem gætu haft áhrif á örlög sjálfra guðanna.Tekst Kötlu að bjarga málunum áður en allt fer í bál o...