Útgefandi: Bókabeitan

Bekkurinn minn Bumba er best!

Bumba er best fjallar um Óðin, sem er óvenju daufur í dálkinn þessa dagana. Snjórinn lætur bíða eftir sér og mömmur hans vilja losa sig við köttinn þeirra. Það má ekki gerast! Með hjálp Halldóru vinkonu sinnar finnur Óðinn fullkomna lausn á málinu. Bekkurinn minn fjallar um nemendur í bekk í íslenskum grunnskóla.

Helvítis matreiðslubókin

Hér er að finna gómsætar og einfaldar uppskriftir, eldhússögur og góð ráð beint frá Helvítis kokkinum. Í bókinni eru nokkrir af vinsælustu réttunum úr þáttunum og svo miklu meira. Ef þú elskar bragðgóðan og einfaldan mat þá er þessi bók fyrir þig, hvort sem þú ert byrjandi eða reyndur kokkur! Sleppum helvítis kjaftæðinu og eldum góðan mat saman!

Heimur framtíðar Hættuför í huldubyggð

Þegar Kata horfir á eftir Bröndu hverfa út í nóttina, grunar hana að konan sem hefur annast hana síðan pabbi hvarf sé ekki öll sem hún er séð. Kata kemst að því að Branda á sér leyndarmál sem á eftir að breyta öllu í lífi hennar. Fyrr en varir eru Kata og Jarkó lögð af stað með skeljaskrímslinu í leit að heiminum sem er hulinn mannfólki.

Kennarinn sem sneri aftur

Þótt krakkarnir í 8. BÖ hafi myndað þéttan vinahóp treystir Stefanía engum fyrir því sem gengur á heima. Þegar krakkarnir fara á hrekkjavökuhátíð fer af stað röð dularfullra atburða og Stefanía þarf að kafa djúpt eftir hugrekki sínu til að takast á við skelfilegar og krefjandi ógnir.

Langelstur á bókasafninu

Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum, hvenær sem hún saknar hans. Langelstur á bókasafninu er allt í senn lestrardagbók, þrautabók, litabók og bráðfyndin skáldsaga.

Lending

Flugvélin hristist og skelfur. Allt leikur á reiðiskjálfi. Hávaðinn er ærandi, hlutir kastast til og frá... Þannig hefst sagan um Kareem sem kom til Íslands eftir lengsta ferðalag í heimi, kastaði upp, lærði að telja á dönsku, gleymdi því strax, eignaðist vini og óvin, var sakaður um þjófnað og barðist við að týna ekki voninni.

Rambó er týndur

Kennarinn og karókídrottningin Sandra sinnir unglingum af natni á daginn og stundar kaup og sölu á notuðum húsgögnum á kvöldin. Þegar huggulegur maður blikkar hana um hábjartan dag í Sorpu verður hún strax gagntekin og sannfærð um að hrifningin sé gagnkvæm. Þegar hún kemst að því að smáhundurinn hans er týndur veit Sandra að örlögin hafa talað.