Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Bréfin hennar mömmu

  • Höfundur Ólafur Ragnar Grímsson
Forsíða bókarinnar

Á fyrri hluta síðustu aldar voru berklar ein helsta dánarorsök Íslendinga. Svanhildur Hjartar, móðir Ólafs Ragnars, var ein þeirra sem veiktust. Ólafur Ragnar opnar hér bréfasafn fjölskyldunnar þar sem birtist á opinskáan og nístandi hátt persónuleg saga sem lætur engan ósnortinn, um leið og ljósi er varpað á erfiðan þátt í þjóðarsögunni.