Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dagbók úr fangelsi

  • Höfundur Sigurður Gunnarsson
Forsíða bókarinnar

Bók þessi var skrifuð meðan höfundurinn var vistaður á Litla Hrauni og lýsir lífinu innan veggja fangelsins nánast dag frá degi þá fimm mánuði sem hann dvaldist þar. Bókin lýsir samskiptum fanganna innbyrðis og við fangaverði, aðbúnaði í fangelsinu o.fl. Einstakur vitnisburður um lífið í íslensku fangelsi, skrifuð af mikilli næmni og skilningi.

Bók þessi var skrifuð meðan höfundurinn var vistaður á Litla Hrauni og lýsir lífinu innan veggja fangelsins nánast dag frá degi þá fimm mánuði sem hann dvaldist þar. Bókin lýsir samskiptum fanganna innbyrðis og við fangaverði, aðbúnaði í fangelsinu o.fl. Sigurður varð fljótt eins konar trúnaðarmaður annarra fanga, skrifaði fyrir þá bréf, umsóknir og kærur, auk nokkurra blaðagreina sem birtust meðan hann sat í fangelsinu.

Bókin er einstakur vitnisburður um lífið í íslensku fangelsi, skrifuð af mikilli næmni og skilningi með þeim sem hefur orðið hált á vegi réttvísinnar.