Dagur með Lalla Töfrandi tónleikar
Skemmtileg saga um Lalla sem ætlar að verða töframaður þegar hann verður stór. Dagur með Lalla: Töfrandi tónleikar er bók sem ætluð er byrjendum í lestri. Bókin er með sérstöku lesblinduletri, góðu línubili og fallegum myndskreytingum.
Í dag fer Lalli á tónleika með Klöru frænku sinni. Það gerist alltaf eitthvað óvænt í kringum hann Lalla - verða kannski engir tónleikar? Getur Lalli bjargað málunum?