Niðurstöður

  • Rósakot

Björgum býflugunum

Binna er snjöll og sjálfstæð stelpa sem veit hvað hún vill. Hún og besti vinur hennar, hann Jónsi, eru uppátækjasamir krakkar. Í þessari bók langar Binnu að taka þátt í að bjarga plánetunni og fær frábæra hugmynd. En hvers vegna er Jónsi ekki sáttur? Bækurnar um Binnu eru góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.

Boðskortið

Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls konar áskoranir, stundum með hjálp besta vinar síns, hennar Binnu B. Í þessari bók er Jónsa er ekki boðið í afmæli hjá Rebekku! Eru þau ekki vinir lengur? Bækurnar um Jónsa eru góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.

Dundað á jólunum

Verkefnabók fyrir krakka sem eru að byrja að leysa þrautir - um leið og þau þjálfast í að halda á penna. Tússpenni fylgir með bókinni. Í henni eru skemmtileg verkefni sem hægt er að gera aftur og aftur.

Ég elska ketti

Í þessari skemmtilegu flipabók leynist margur fróðleiksmolinn um ketti. Undir flipunum eru alls konar upplýsingar um fjölda kattartegunda, umönnun katta og hegðun þeirra.

Ég er ekkert (svo) myrkfælinn

Myrkrið getur verið ógnvænlegt en líka töfrandi ævintýraheimur. Það fer allt eftir því hvaða augum þú lítur það. Falleg bók í stóru broti fyrir 2 ára og eldri.

Fúll nágranni

Binna er snjöll og sjálfstæð stelpa sem veit hvað hún vill. Hún og besti vinur hennar, hann Jónsi, eru uppátækjasamir krakkar. Í þessari bók skoppaði nýi boltinn hennar Binnu yfir girðinguna hjá fúla nágrannanum. Heldurðu að hún fái hann einhvern tímann aftur? Bækurnar um Binnu eru góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.

Kíkjum í dýragarðinn

Hvað leynist undir laufunum eða á bak við dyrnar? Eru það háværir páfagaukar, apakettir eða eitthvað allt annað? Lyftu flipunum og láttu það koma þér á óvart. Flipabók fyrir 2 ára og eldri

Stjáni og ­­stríð­nis­púkarnir

Púkar á ströndinni

Fjölskyldan hans Stjána er að fara niður á strönd og stríðnispúkarnir fá að fara með. Svangur mávur rænir Lúðri og flýgur með hann út í buskann. Getur Stjáni fundið hann aftur? Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri.

Viltu vera með mér?

Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls konar áskoranir, stundum með hjálp besta vinar síns, hennar Binnu B. Í þessari bók leikur Jónsi við Axel þegar Binna er veik. Það er mjög gaman hjá þeim, en hvað gerist þegar Binna hressist og mætir aftur í skólann? Bækurnar um Jónsa eru góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.