Davíð Wunderbar

Forsíða bókarinnar

Þrátt fyrir sakleysislega kápu er rétt að vara fólk við því að lesa þessa bók. Það er ekki nóg með að Starkaður Starkaðsson fari offari í þráhyggju sinni gagnvart mælingu tímans heldur finnur hann þörf fyrir að bregða fyrir sig ruddalegu orðfæri þegar hann ferðast djúpt niður í myrkur mannssálarinnar, til staða sem engum er hollt að heimsækja.

Starkaður gengur of langt, móðgar fólk og í framhaldinu hrekst hann úr landi. Þráhyggja gagnvart tímanum tekur sér bólfestu í huga hans, einkum hvernig hægt sé að snúa aftur til þess tíma þegar menn voru menn og allir léku sitt rétta hlutverk í samfélaginu.

Hann sannfærist um að það sé hans hlutverk að laga þá skekkju sem nákvæm mæling tímans og tæknin hefur valdið í lífi mannfólksins. Hann hittir Dragicu, konu frá Júgóslavíu, í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi og með þeim takast ástir.

„Átakanlega fyndin bók um nöturleg örlög karlmennskunnar.“ – Tyrfingur Tyrfingsson