Útgefandi: Ormstunga

Í mynd Gyðjunnar

Saga hennar í skáldskap, náttúru og trú

Við hittum fyrir Gyðjuna á steinöld; hún tengist náttúrunni og birtist t.d. sem Fuglagyðja og Tunglgyðja. Fyrstu samfélög bænda dýrkuðu hana og ummerki um Gyðjuna forsögulegu eru víða í Evrópu. Arftakar hennar eru gyðjur goðsagnaheimanna og María guðsmóðir. Á 19. öld birtist Tunglgyðjan aftur í skáldskap og lífi ljóðskálda allt fram á okkar dag.

Meydómur

Fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum bréf sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur.