Útgefandi: Ormstunga

Babúska

Reimleikar og voðaverk

Ung stúlka í Reykjavík verður fyrir bíl og lætur lífið. Rússnesk stúlka, sem vinnur við skúringar, er eina vitnið að atburðinum. Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika. Tengjast þessir atburðir? Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni.

Biluð ást

Nanna er látin – konan sem Jóhann Máni elskaði. Það var biluð ást. Hér segir frá harkalegum örlögum manns sem hafði margt til brunns að bera, var gæddur góðum gáfum, óvanalegu líkamlegu atgervi og hugdirfsku. En ástina kunni hann ekki að varast. Mögnuð bók eftir einn okkar fremsta höfund.

Davíð Wunderbar

Þrátt fyrir sakleysislega kápu er rétt að vara fólk við því að lesa þessa bók. Það er ekki nóg með að Starkaður Starkaðsson fari offari í þráhyggju sinni gagnvart mælingu tímans heldur finnur hann þörf fyrir að bregða fyrir sig ruddalegu orðfæri þegar hann ferðast djúpt niður í myrkur mannssálarinnar, til staða sem engum er hollt að heimsækja.