Dúkkuverksmiðjan
Þriðja skáldsaga Júlíu sem er sögumaður af guðs náð, í senn smellin og næm á mannfólkið. Milla litla og Reynir besti vinur hennar vaxa úr grasi í öruggum faðmi þorpsins Salteyrar. Þegar þau stálpast kemst ástin í spilið og flækir málin svo um munar. En úr fjarlægð fylgist dularfullur maður með Millu og lúrir á leyndarmáli sem mun umturna öllu.