Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Duna

Saga kvikmyndagerðarkonu

Forsíða kápu bókarinnar

Guðný Halldórsdóttir, Duna, er afkastamesta kvikmyndagerðarkona þjóðarinnar. Eftir hana liggja ástsælar gamanmyndir eins og Stella í orlofi en líka dramatískar myndir líkt og Veðramót auk fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta. Hér hefur Duna sjálf orðið og fer yfir viðburðaríkan feril í sprenghlægilegu en heiðarlegu uppgjöri.