Dunce Magazine
Dunce er íslenskt tímarit um dans og myndlist ætlað alþjóðlegum lesendahópi. Í blaðinu má finna viðtöl og greinar eftir listamenn. Dunce er veglegur prentgripur og hefur tvívegis hlotið hönnunarverðlaun FÍT og verið tilnefnt til Grímuverðlauna.
Dunce Magazine er sjálfútgefið tímarit á ensku undir ritstjórn danshöfundarins Sóleyjar Frostadóttur og hannað af Helgu Dögg Ólafsdóttur. Dunce liggur á mörkum myndlistar, dans- og gjörningalistar. Listamenn sem koma fram í blaðinu vinna með hugmyndir um líkamleika; jarðbundinn og dreymandi líkama. Blaðið er prentað af myndlistarmanninum Sigurði Atla Sigurðssyni í risograph í takmörkuðu upplagi.
Listamenn sem koma fram í blaðinu:
Adrienne Herr, Alicia Luz Rodríguez, Carlo Canún, Felix Urbina Alejandre, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Halla Þórðardóttir & Saga Kjerúlf Sigurðardóttir, Helle Siljeholm, Hildur Elísa Jónsdóttir, Hugo Llanes, Lucky 3, Maija Mustonen & Hrefna Lind Lárusdóttir, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Rósa Ómarsdóttir, Steina Vasulka.