Dýrasinfónían

Tónlist og textar í bundnu máli um dýr og hljóðfæri eftir hinn heimsþekkta metsöluhöfund og fyrrum tónlistarkennara Dan Brown, höfund Da Vinci-lykilsins.

KENGÚRUSAMBA
Kengúrur hoppa og rása og ramba
rétt eins og væru þær dansandi samba
Ég vildi ég kynni eitt kengúru-skopp
í kengúru-slopp og kengúru-hopp
en ég kæri mig ekkert um kengúru-stopp,
né kengúru-kopp né kengúru-kropp!
Ég syngjandi hoppa með kodda við kinn
og kengúru-sælu í loftinu finn.