Eddi í Hópsnesi
Edvard Júlíusson – Lífshlaup athafnamanns í Grindavík
Eddi í Hópsnesi er saga athafnamannsins og frumkvöðulsins Edvards Júlíussonar í Grindavík. Hann hóf sjómennsku fyrir fermingu og varð skipstjóri og umsvifamikill útgerðarmaður og fiskframleiðandi áður en hann stofnaði Bláa lónið sem tók á móti milljón ferðamönnum á ári við lok átján ára stjórnarformennsku hans.
Viðburðarík ævi Edda hófst rétt fyrir Dalvíkurskjálftann mikla 1934 og nær fram yfir 90 ára afmæli hans þegar hann flúði heimili sitt í Grindavík vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldsumbrota.
Áhugaverð ævisaga um mikilhæfan mann sem markaði þáttaskil í atvinnusögu Grindavíkur og Suðurnesja.
Höfundur bókarinnar, sagnamaðurinn Ásmundur Friðriksson alþingismaður, gæðir frásögnina lífi með fjörmiklum stílsmáta sínum.
Fjöldi ljósmynda prýðir bókina.