Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ég er Jazz

  • Höfundar Jazz Jennings og Jessica Herthel
  • Myndhöfundur Shelagh McNicholas
Forsíða bókarinnar

Frá tveggja ára aldri vissi Jazz að hún væri stelpa þó að allir héldu að hún væri strákur. Þetta olli ruglingi í fjölskyldunni. Foreldrarnir fóru með hana til læknis sem greindi Jazz sem trans og útskýrði að hún væri fædd á þennan hátt. Þetta er saga Jazz sem byggir á upplifun hennar.

Frá tveggja ára aldri vissi Jazz að hún væri stelpa þó að allir héldu að hún væri strákur. Hún elskaði bleikan og að klæða sig eins og hafmeyju og fannst hún ekki vera hún sjálf þegar hún var í fötum eins og flestir strákarnir. Þetta olli fjölskyldunni ruglingi þar til farið var með hana til læknis sem greindi Jazz sem trans og útskýrði að hún væri fædd á þennan hátt. Trans börn eru allskonar eins og önnur börn. Þau hafa misjafnan fatasmekk og misjöfn áhugamál. En þetta er saga Jazz sem byggir á upplifun hennar. Hún segir frá á einfaldan og skýran hátt sem höfðar vel til barna, foreldra og kennara.