Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ég hef gleymt einhverju niðri

Jón Óskar (1921–1998) var einkum þekktur sem ljóðskáld og var einn úr hópi hinna svokölluðu atómskálda sem komu fram með nýjungar í íslenskri ljóðagerð um miðja 20. öld. Í þessu smásagnasafni, Ég hef gleymt einhverju niðri, birtast allar smásögur hans sem teljast fullfrágengnar, bæði þær sem birtust í Sögum 1940–1964 og einnig fimm sögur sem hann samdi eftir það og ekki hafa komið áður út í bók.