Ég heyrði ugluna kalla á mig

Forsíða kápu bókarinnar

Í Kingcome-byggð við norðvesturströnd Kanada hefur fólk búið öldum saman í sátt og samlyndi við náttúruna. En nútíminn hefur hafið innreið sína með tilheyrandi vandamálum og aldagamalt veiðimannasamfélagið á undir högg að sækja.

Ungur prestur sest að í byggðinni og í samvistum við innfædda öðlast hann nýjan skilning á lífinu, ekki síst mætti kærleikans. Gunnsteinn Gunnarsson íslenskaði.

„Hrífandi.“

The New York Times Book Review

„Einstök og fögur ... enginn verður samur eftir að hafa lesið þessa bók.“

The Seattle Times

„Heillandi dæmisaga um sátt tveggja menningarheima og tvennra trúarbragða.“

Christian Science Monitor