Ég hugsa mig
Nokkur ljóðaljóð og sagnir
Hér er á ferðinni ellefta bók skáldsins Antons Helga sem kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans. Þetta er vegleg og falleg ljóðabók með ríkulegum myndskreytingum í lit eftir listakonuna Sossu, gerðum sérstaklega fyrir þessa útgáfu.
Ég hugsa mig er ellefta frumsamda ljóðabók Antons Helga Jónssonar (f. 1955). Bókin kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans, en það var árið 1974 sem hann kvaddi sér fyrst hljóðs með ljóðabókinni Undir regnboga. Sossa (f. 1954) og skáldið hafa unnið saman að margvíslegum verkefnum þar sem ljóð og myndlist mætast. Myndirnar í bókinni gerði Sossa sérstaklega fyrir þessa útgáfu.