Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum

  • Höfundar Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Hér er sagt á lifandi og skemmtilegan hátt frá listamanninum Einari Jónssyni, Önnu konu hans, listaverkunum sem allt þeirra líf snerist um og safninu sem var eitt sinn bannað börnum. Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir bækur sínar sem henta bæði fyrir unga lesendur og eldri.