Niðurstöður

  • Forlagið - Iðunn

Af ein­skærri Sumar­gleði

Sögur frá litríkum skemmtanaferli

Hér segir Ómar á bráðsmellinn hátt frá árunum með Sumargleðinni, sem hann stofnaði með Ragnari Bjarnasyni söngvara. Þeir ferðuðust um landið sumrin 1971–1985 og héldu uppi söng, gríni og gleði. Einnig rekur Ómar upphaf ferils síns og segir frá skemmt­ana­lífinu á Íslandi áður fyrr; revíunum, héraðs­mót­unum og ekki síst samferðafólki sínu.

Borð fyrir einn – allan ársins hring

Að elda fyrir einn – girnilegan, hollan og góðan mat af öllu tagi – er auðveldara en margir halda. Hér eru allar uppskriftir ætlaðar fyrir einn, hvort sem um er að ræða hversdagsrétti eða veislumat, pottrétti og súpur eða létta rétti, kjötrétti, fiskrétti eða grænmetisrétti, eftirrétti, kökur eða meðlæti. Bók sem kemur sér afar vel fyrir einbúa – og aðra líka.

Íslandsbók barnanna

Falleg og fræðandi bók um flest það sem einkennir eldfjallaeyjuna okkar. Hér er fjallað í máli og myndum um fjörur og fjallstinda, sumarsól og vetrarmyrkur, náttúru og borgarlíf, sjávarþorp og sveitir – vetur, sumar, vor og haust. Bókin hlaut fjölda verðlauna þegar hún kom fyrst út og er nú loksins fáanleg að nýju.

Goðheimar

Leyndar­dóm­ur­inn um skálda­­mjöðinn

Eitt vetrarkvöld berja tveir dvergar dyra hjá Óðni og krefjast hjálpar við að endurheimta mjaðarkerald sitt. Eftir að hafa bragðað á ljúffengum miðinum sem þeir hafa meðferðis ákveður Óðinn að hjálpa þeim. En hvers vegna skyldi hann allt í einu vera farinn að tala í rími? Þetta er ellefta bókin í þessum sívinsæla bókaflokki.

Reykjavík barnanna

Hér er stiklað á stóru um sögu Reykjavíkur, frá því áður en fyrstu íbúarnir tóku sér þar bólfestu og þar til hún varð sú fjölbreytta og líflega borg sem við þekkjum. Höfundarnir hlutu mikið lof fyrir Íslandsbók barnanna en hér beina þær kastljósinu að höfuðborg allra landsmanna, í bók sem er í senn listaverk og fróðleiksnáma fyrir alla fjölskylduna.