Útgefandi: Forlagið - Iðunn

Flóttinn á norðurhjarann

Það ríkir hungursneyð á Íslandi. Solla er nýorðin tólf ára þegar mamma hennar segir henni að til að lifa af þurfi þær að yfirgefa kotið sitt. Solla getur ekki ímyndað sér hvert þær geti flúið. Þær eiga engan að nema hvor aðra. Hvern ætlar mamma að biðja um hjálp? Og hvaða leyndarmál geymir hún sem Solla má ekki vita? Áhrifarík verðlaunabók.

Mín er hefndin

Þegar Bergþóra í Hvömmum finnur lík á víðavangi sér hún strax að maðurinn hefur verið myrtur. Hún veit að ýmsir báru heiftarhug til hans eftir réttarhöld þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu. Sjálfstætt framhald af Þegar sannleikurinn sefur.

Goðheimar 15 Sýnir völvunnar

Fimmtánda og síðasta bókin í bókaflokknum vinsæla um Goðheima. Fimbulvetur ríkir í Ásgarði og Fenrisúlfur er kominn aftur á kreik. Ragnarök virðast í nánd, jötnar búa sig undir bardaga og æsir ræsa út her einherja. Loki er sendur til að kljást við úlfinn og fær óvænta aðstoð frá Röskvu sem sýnir á sér nýja og afar óvænta hlið.