Útgefandi: Forlagið - Iðunn

Eina hverfula stund

Bók sem geymir hugnæm og djúpskyggn ljóð sem fá lesandann til að staldra við og hugleiða tímann og mannsævina, eilífðina og andartakið. Þetta er sjötta ljóðabók Njarðar en hálf öld er nú liðin síðan sú fyrsta kom út. Hann hefur á sextíu ára höfundarferli sent frá sér frumsamdar bækur af ýmsu tagi og fjölda þýðinga, ekki síst á ljóðum.

Goðheimar 13 Feigðardraumar

Þrettánda bókin í þessum sívinsæla flokki kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku. Loki er þjakaður af martröðum sem runnar eru undan rifjum Heljar og í verstu martröðinni verður hann Baldri að bana. Loki einsetur sér að passa upp á Baldur til þess að draumurinn rætist ekki – sem reynist mjög erfitt, ekki síst fyrir Höð, hinn blinda bróður Baldurs.

Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina

Hér er sagt frá nokkrum brautryðjendum sem lögðu grunn að íslenskri listasögu. Lögð er áhersla á að kynna það fólk sem stundaði fyrst myndlist á Íslandi og lærði erlendis og eru hér aðeins fáir nefndir af þeim sem ruddu brautina. Margrét Tryggvadóttir, höfundur bókarinnar, hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar.

Valskan

Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma en náttúran grípur í taumana – bæði sú sem sýnir mátt sinn með veðurofsa og harðindum en líka sú sem býr innra með henni og kveikir ástríðu og losta. Frásögnina byggir höfundur á lífi formóður sinnar og fléttar saman heimildum og skáldskap svo úr verður grípandi saga um harða lífsbaráttu, þrautseigju og ástir.