Útgefandi: Forlagið - Iðunn

Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum

Hér er sagt á lifandi og skemmtilegan hátt frá listamanninum Einari Jónssyni, Önnu konu hans, listaverkunum sem allt þeirra líf snerist um og safninu sem var eitt sinn bannað börnum. Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir bækur sínar sem henta bæði fyrir unga lesendur og eldri.

Goðheimar 14 Múrinn

Næstsíðasta bókin í þessum vinsæla myndasagnabálki. Frjósemisguðinn Freyr fær augastað á jötnameyjunni Gerði og Þjálfi er sendur til Gymisgarða í gervi Skírnis skósveins til þess að sannfæra stúlkuna um að eiga stefnumót við guðinn. Sú ferð reynist sannkallað hættuspil því að Ragnarök nálgast óðum og mikill jötnaher hefur safnast fyrir á staðnum.

Þegar sannleikurinn sefur

Bergþóra, húsfreyja í Hvömmum, er nýlega orðin ekkja og nýtur þess að ráða sér sjálf. Þegar ung kona finnst látin á lækjarbakka áttar Bergþóra sig á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf.