Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Einlífi

ástarrannsókn

  • Höfundur Hlín Agnarsdóttir
Forsíða bókarinnar

Konur eru alltaf að bjarga karlmönnum. Í því er ástarkraftur þeirra fólginn og sá kraftur er auðmagn sem allt samfélagið og ekki síst karlmenn njóta góðs af.

Einlífi - ástarrannsókn er þriðja bók Hlínar Agnarsdóttur þar sem hún vinnur úr minningum sínum og lífsreynslu. Í þetta sinn gengur hún skrefinu lengra en í hinum tveimur og leyfir skáldskapnum að blanda sér í málin. Mannfræðingurinn Saga Líf fær einlífa rithöfundinn Eyju Björk til að tala um ástalíf sitt í nokkrum viðtölum. Hvernig fer kona að því að finna traust í nánu sambandi eftir að hafa sofið hjá „hinum og þessum“? Er ástin til eða er hún bara uppfinning manneskjunnar?

#metoo #drusluskömmun #femmefatale