Baujan
Alla ævina þurfum við að skoða, lagfæra og vinna úr tilfinningum okkar, styrkja sjálfsöryggið og sjálfsmyndina. Heiðarleiki gagnvart okkur sjálfum er lykilatriði í því hversu langt við komumst í aukinni sjálfsvirðingu og þroska. Baujan er tækni sem stuðlar að virkri og vakandi sjálfsvitund sem er forsenda aðgerða og breytinga á líðan.