Útgefandi: Króníka

Haugalygi

Minnið er svo dyntótt og lævíst. Þannig hefst fyrsta sagan í Haugalygi sem jafnframt er fyrsta bók Sigtryggs Baldurssonar. Þar rifjar hann upp sögur sem hvorki eru alsannar né upplognar. Brot úr eigin ævi og annarra en líka sögur af alókunnugu fólki.

Læknir verður til

Þrír ungir læknar mæta óvæntum áskorunum fyrstu ár sín í starfi. Á endalausum vöktum og yfirfullum deildum glíma þeir við hægfara tölvukerfi og mæta fjölskrúðugum persónum og aðstæðum sem neyða þá til að endurskoða fyrri lífsgildi og hugmyndir sínar um starfið.

Læknir verður til

Í skáldsögunni Læknir verður til, er skyggnst á bak við tjöldin innan heilbrigðiskerfis á þolmörkum sem svipar um margt til þess sem við þekkjum hér á landi. Með blöndu raunverulegra frásagna og skáldskapar spyr sagan áleitinna spurninga jafnt um stöðu og framtíð heilbrigðismála.

Megir þú upplifa

Í Vesturbænum býr breyskur maður í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm. Hann þráir frelsi æskunnar og hina brothættu fullkomnun sem er rétt utan seilingar. Við fylgjum honum í gegnum ferðalög, endurminningar og hjákátleg samskipti við konurnar í lífi hans.