Einlífi
ástarrannsókn
Konur eru alltaf að bjarga karlmönnum. Í því er ástarkraftur þeirra fólginn og sá kraftur er auðmagn sem allt samfélagið og ekki síst karlmenn njóta góðs af.
Konur eru alltaf að bjarga karlmönnum. Í því er ástarkraftur þeirra fólginn og sá kraftur er auðmagn sem allt samfélagið og ekki síst karlmenn njóta góðs af.
Poppy og Alex eiga ekkert sameiginlegt. Hún er óhemja og hann klæðist kakíbuxum. Hún er haldin óforbetranlegri útþrá, honum líður best heima með bók. Þó hafa þau verið bestu vinir, síðan örlagarík bílferð leiddi þau saman á leið heim úr skólanum fyrir löngu síðan.
Minnið er svo dyntótt og lævíst. Þannig hefst fyrsta sagan í Haugalygi sem jafnframt er fyrsta bók Sigtryggs Baldurssonar. Þar rifjar hann upp sögur sem hvorki eru alsannar né upplognar. Brot úr eigin ævi og annarra en líka sögur af alókunnugu fólki.
Hjartaskurðlæknirinn Birgitte Solheim er komin á eftirlaun. Þegar endalokin færast nær virðist henni sem allt rakni upp og losni. Hún er orðin öldruð og flestir í vinahópnum hafa safnast til feðra sinna.
Áratugum saman hefur Þórunn dvalið á Kleppi vegna sálarmeins sem gróf hægt en örugglega undan tilveru hennar og lífsvilja. Umhverfið er hávaðasamt og krefjandi, herbergisfélagar óútreiknanlegir og einangrunin mikil.
Í skáldsögunni Læknir verður til, er skyggnst á bak við tjöldin innan heilbrigðiskerfis á þolmörkum sem svipar um margt til þess sem við þekkjum hér á landi. Með blöndu raunverulegra frásagna og skáldskapar spyr sagan áleitinna spurninga jafnt um stöðu og framtíð heilbrigðismála.
Þrír ungir læknar mæta óvæntum áskorunum fyrstu ár sín í starfi. Á endalausum vöktum og yfirfullum deildum glíma þeir við hægfara tölvukerfi og mæta fjölskrúðugum persónum og aðstæðum sem neyða þá til að endurskoða fyrri lífsgildi og hugmyndir sínar um starfið.
Í Vesturbænum býr breyskur maður í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm. Hann þráir frelsi æskunnar og hina brothættu fullkomnun sem er rétt utan seilingar. Við fylgjum honum í gegnum ferðalög, endurminningar og hjákátleg samskipti við konurnar í lífi hans.