Niðurstöður

  • Króníka

Bríet

Orðin sem ég fékk að láni.

Dagbókin

Í Dagbókinni er farið yfir leiðir til að innleiða góðar venjur út frá skilgreiningu innri gilda og skýrri markmiðasetningu sem hámarka afköst og árangur. Dagbókin er hönnuð til að auka meðvitund á daglegum venjum og líðan m.a. með markvissri sjálfsskoðun, skipulögðum verkefnalistum og dagbókarfærslum.

Hugfanginn

Þegar líður yfir Smára kemur leyndur hjartagalli í ljós. Þórgunnur, æskuvinkona hans, spyr hvort slíkur galli geti verið arfgengur? Leitin að svari við þeirri spurningu leiðir hann að sögu foreldra sinna, sem hann kynntist aldrei. Hugfanginn er saga um ást og þrá, um fíkn og ábyrgð, um hlekki hugans sem setja tilfinningunum strangar skorður, og um frelsið handan þeirra.

Stafasmjatt

Stafasmjatt er gómsæt og fallega myndskreytt bók um stafrófið. Í bókinni kynnast börnin einnig ýmsum matartegundum og auka þar með orðaforða sinn. Stafasmjatt er gott bragð fyrir börn til að uppgötva heim stafrófsins. Verði ykkur að góðu.

Súper Viðstödd

Klara er fjörug og uppátækjasöm stúlka sem á stundum erfitt með að einbeita sér. Súper Viðstödd hjálpar henni að finna aðferðir til að róa hugann en fá um leið útrás fyrir hreyfiþörfina.

Súper Vitrænn

Tristan er tilfinningaríkur drengur sem fær stundum óþægilegar hugsanir og verður þá dapur. Hann fær aðstoð frá Súper Vitrænum til að skilja betur tilfinningar sínar.

Vanessa mín myrka

Árið 2000 kynnist hin 14 ára gamla Vanessa kennaranum Jacob Strane sem hefur lifað helmingi lengur en hún sjálf. Þau hefja samband sem á eftir að móta líf hennar það sem eftir er. Þegar metoo byltingin skekur heiminn árið 2017 og fjöldi kvenna stíga fram, fylgist Vanessa með heimsmynd Jacob Strane hrynja og neyðist í kjölfarið til að horfast í augu við sjálfa sig.

Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi

Máni Pétursson, fyrrum útvarpsmaður og starfandi markþjálfi, kveður sér orðs og skrifar sjálfshjálparbók fyrir karlmenn sem vita að sjálfshjálparbækur eru bara fyrir aumingja.