Ekkert
Það rennur upp fyrir Pierre Anthon að ekki taki því að gera neitt, af því að ekkert hafi þýðingu þegar allt komi til alls. Hann kemur sér fyrir uppi í tré og ögrar þaðan bekkjarsystkinum sínum. Þau reyna að sannfæra hann um tilgang lífsins með aðferðum sem fara að lokum út í öfgar. Verðlaunabók sem gefin hefur verið út á 36 tungumálum.
Bókin var bönnuð þegar hún kom út í heimalandi sínu, Danmörku. Í dag er hún hins vegar alþjóðleg verðlaunabók sem hefur verið gefin út á 36 tungumálum og selst í tveimur milljónum eintaka.
„Ótrúleg, ógleymanleg og tímalaus. Þessi átakanlega skáldsaga fer í flokk sígildra bókmennta.“
Booklist, Bandaríkin
„Sannkallað ævintýri um sjálfan kjarna lífsins.“
Politiken, Danmörk
„Hvers meira getur maður óskað sér af bókmenntum?“
Der Spiegel, Þýskaland
„Fullorðnir ættu einnig að njóta þess að lesa bókina.“
Berlingske Tidende, Danmörk
„Það er aðeins hægt að bera þessa bók saman við Lord of the Flies (Höfuðpaurinn) og Catcher in the rye (Bjargvætturinn í grasinu).“
La Vanguardia, Spánn
„EKKERT er bók sem skilur eftir sig varanleg spor í sálinni.“
Lirado, Frakkland