Útgefandi: Nýhöfn

Ekkert

Það rennur upp fyrir Pierre Anthon að ekki taki því að gera neitt, af því að ekkert hafi þýðingu þegar allt komi til alls. Hann kemur sér fyrir uppi í tré og ögrar þaðan bekkjarsystkinum sínum. Þau reyna að sannfæra hann um tilgang lífsins með aðferðum sem fara að lokum út í öfgar. Verðlaunabók sem gefin hefur verið út á 36 tungumálum.

Hlér

Náttúra, maður og mannshugur hafa verið yrkisefni Hrafns Andrésar og ráðið miklu um svip ljóða hans. Í þeim er líf af ætt óróans, jafnt í gleði sem sorg. Undiralda ljóðaflokksins Hlés er harmur og þungbær reynsla en ljóðin eru einlæg úrvinnsla föður sem missti son sinn barnungan. Ljóðin bera vitni um mikla ást, missi og lífskraft minninga.