Niðurstöður

  • Nýhöfn

Draugaslóðir á Íslandi

Íslendingar hafa lengi trúað á drauga. Sumar draugasögur eru hroðalegar og enda jafnvel með blóðsúthellingum en aðrar eru saklausari. Þeir sem deyja með voveiflegum hætti eða ósáttir er hættar við að ganga aftur og ást og hatur er því algengur hvati í draugasögum. Í bókinni eru um 100 draugasögur úr öllum landshlutum. Þeim fylgja myndir og kort.

Gullöldin

Myndir og minningar

Í 60 ár hefur Rúnar Gunnarsson af eljusemi og fagkunnáttu tekið ógrynni ómótstæðilegra ljósmynda af fjölskrúðugu mannlífinu í Reykjavík. Úrval þeirra má nú sjá í þessari veglegu ljósmyndabók. Í bókinni er að auki sjálfsævisögulegur inngangur höfundar með ljósmyndasögulegu ívafi auk smásagna sem vekja upp bæði ljúfar og ljúfsárar minningar.

Hraunholt í Hnappadal

Mannlíf og minningar

Í þessari bók segir frá mannlífi og minningum sem tengjast bænum Hraunholtum í Hnappadal. Sögumaður er Reynir Ingibjartsson sem ólst þar upp með móður sinni og afa. Ellefu ára gamall fór Reynir að skrá í litlar vasabækur, flest það sem tengdist búskapnum, mannlífinu og leikjum sem hann bjó til. Fróðleg og skemmtileg bók um veröld sem var.

Ingólfur Arnarson

Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi

Í þessari bók eru teknar til rannsóknar tvær mikilvægar fullyrðingar í Íslandssögunni. Önnur er sú að Ingólfur Arnarson hafi sest að í Kvosinni í Reykjavík og þar sé höfuðból hans að finna. Hin er sú að Flóki Vilgerðarson eigi höfundarréttinn að nafni Íslands. Niðurstaða bókarhöfundar er sú að hvorug þessara fullyrðinga standist gagnrýna skoðun.

Let’s talk about horses

Í þessari fallega myndskreyttu bók, er talað um hesta frá ýmsum sjónarhornum. Höfundar skrifa út frá hjartanu um reynslu sína af hestum og lífi sínu með þeim. Sagt er frá eftirminnilegum hestum og inn í frásögnina er fléttað fræðslu, sögum, og því nýjasta sem uppgötvað hefur verið um hesta. Bókin er nú fáanleg á íslensku, ensku og þýsku.

Unser Leben mit Pferden

Í þessari einstöku og fallega myndskreyttu bók, er talað um hesta frá ýmsum sjónarhornum. Höfundar skrifa út frá hjartanu um reynslu sína af hestum og lífi sínu með þeim. Sagt er frá eftirminnilegum hestum og inn í frásögnina er fléttað fræðslu, sögum, og því nýjasta sem uppgötvað hefur verið um hesta. Bókin er fáanleg á íslensku, ensku og þýsku.