Niðurstöður

  • Nýhöfn

Agent Fox in Iceland

136 things to know before coming to the island

Í þessari teiknimyndabók sinni, lætur hin pólska Weronika Lis, refinn sinn, Agent Fox, kanna ýmsar staðreyndir um Ísland. Refurinn er fullur af húmor og jákvæðu hugarfari. Í bókinni, sem er skrifuð á ensku, gerir Agent Fox grein fyrir því hve ófyrirsjáanlegt Ísland getur verið. Tilvalin gjöf fyrir erlenda vini eða ættingja, hérlendis og erlendis.

Bestu kleinur í heimi

Íslenskar kleinuuppskriftir og skemmtilegur fróðleikur um kleinur

Þær gleymast seint kleinurnar sem urðu til í eldhúsinu heima. Ingunn Þráinsdóttir hefur lengi safnað kleinuuppskriftum um allt land, og þær er nú að finna í þessari fallega myndskreyttu bók. Í bókinni eru 57 kleinuuppskriftir, gott sýnishorn af heimagerðum íslenskum kleinum. Auk uppskriftanna er í bókinni skemmtilegur fróðleikur um kleinur.

Kettlingur kallaður Tígur

Eva og systur hennar mega loks eignast kettling. Þegar Tígur er kominn til þeirra fer hann að valda þeim áhyggjum með uppátækjum sínum. Einn daginn hverfur Tígur og Eva er alveg viss um að hann sé búinn að koma sér í vandræði, og hún verði að koma honum til hjálpar sem fyrst – en til þess þarf hún að vera næstum því jafnhugrökk og Tígur!

Lökin í golunni

Örlagasaga tveggja systra

Lökin í golunni er örlagasaga systra sem mæta hörðum heimi stríðsáranna við andlát móður sinnar. Yfirvöld sundra fjölskyldunni og fátækt og niðurlæging blasir við stúlkunum. Sagan er að hluta reist á atburðum sem í raun og veru áttu sér stað. Engu að síður kýs höfundurinn að líta á verkið sem hreinan skáldskap, með sögulegu ívafi.

Mislingar

Mislingar eru bráðsmitandi og stórhættulegur veirusjúkdómur sem getur eyðilagt heilsuna til frambúðar, eða valdið dauða. Í þessari yfirgripsmiklu bók er rakin saga mislinga á Íslandi. Fjallað er um fjölda fólks sem varð mislingum að bráð og sagt er frá raunum og sorgum þeirra sem misstu börn sín, maka eða aðra ættingja, af völdum veirunnar.

Óskar var ein­mana um jólin

Hanna er ánægð með Óskar, hvolpinn sem hún eignaðist nýlega, og vildi helst alltaf vera hjá honum. Það getur Hanna hins vegar ekki vegna skólans og æfinga fyrir jólaleikritið þar. Á meðan Hanna er í burtu þá leiðist Óskari alveg óskaplega mikið – hann getur bara ekki skilið af hverju Hanna getur ekki verið meira hjá honum.

Tölum um hesta

Í þessari einstöku, innihaldsríku og fallega myndskreyttu bók, er talað um hesta frá ýmsum sjónarhornum. Höfundar skrifa út frá hjartanu um reynslu sína af hestum og lífi sínu með þeim. Sagt er frá eftirminnilegum hestum og atvikum þeim tengdum og inn í frásögnina er fléttað fræðslu, sögum, ljóðum og því nýjasta sem uppgötvað hefur verið um hesta.

Þegar Stúfur bjargaði jólunum

Í þessari sprenghlægilegu teiknimyndabók leiðir höfundur saman íslensku jólasveinana og þann ameríska. Stúfur er búinn að fá nóg af því að verða fyrir gríni bræðra sinna. Hann stormar að heiman og hittir þá Sveinka, furðulegan jólasvein í rauðum fötum, sem þarfnast hjálpar því annars verða engin jól – en ná Stúfur og Sveinki að bjarga jólunum?