Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ekki var það illa meint

Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson

Strax sem ungur maður gerði Hjálmar vísur sem urðu fleygar vegna þess hversu fyndnar þær voru. Hann hafði frá fyrstu tíð lag á að sjá hliðar á málum sem aðrir sáu ekki, draga fram sjónarhorn sem kom hressilega á óvart og vakti þannig oftar en ekki óstöðvandi kátínu.