Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Endurminningar

  • Höfundur Guðrún Borgfjörð
Forsíða bókarinnar

Bókin veitir fágæta innsýn í líf alþýðukonu sem ólst upp í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar. Hér er að finna frásagnir af sögulegum atburðum, svo sem þjóðhátíðinni 1874, þjófnaðinum í Laugarnesstofu og samtímalýsingu á Katanesdýrinu. Í þessari útgáfu er fylgt handriti Guðrúnar en við fyrri útgáfu voru fáein atriði í handriti talin óviðeigandi.

Minningar Guðrúnar Borgfjörð veita fágæta innsýn í líf alþýðukonu sem ólst upp í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar. Hér er brugðið upp ljóslifandi mynd af æskuheimili Guðrúnar og lesandanum veitt innlit í hversdagslíf hennar, jafnt gleði og sorgir, þeirra tíma skemmtanir og ferðalög innanlands og utan. Minningarnar eru ekki síður athyglisverðar fyrir þær sakir að Guðrún var vel kunnug ýmsu merkisfólki síns samtíma, konum sem körlum, sem síðar hefur öðlast sess í Íslandssögunni. Hér er einnig að finna frásagnir af sögulegum atburðum, svo sem þjóðhátíðinni 1874 og þjófnaðinum í Laugarnesstofu, og samtímalýsingu á fjaðrafokinu í kringum fréttirnar um Katanesdýrið. Í þessari útgáfu er fylgt handriti Guðrúnar en við fyrri útgáfu voru fáein atriði í skrifum Guðrúnar talin óviðeigandi.