Erindi

Póetík í Reykjavík

Reykjavík fagnar tíu ára afmæli sem Bókmenntaborg UNESCO haustið 2021. Á þessum tímamótum hugleiða fjórtán reykvískir höfundar skáldskaparlistina.

Höfundarnir eru; Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Margrét Bjarnadóttir, Mazen Maarouf, Steinar Bragi, Steinunn Sigurðardóttir, Gerður Kristný, Yrsa Sigurðardóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, angela rawlings, Bergsveinn Birgisson, Hildur Knútsdóttir, Alexander Dan og Elías Knörr.