Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Síða 1 af 2

Afleggjarinn

Tvítugur karlmaður heldur út í heim með þrjá rósaafleggjara meðferðis. Heima skilur hann eftir kornabarn sem hann eignaðist með vinkonu vinar. Ófyrirsjáanlegir atburðir taka völdin á meðan hann glímir við karlmennsku sína, líkama, málfræði, ást, matargerð og rósarækt. Afleggjarinn sló eftirminnilega í gegn og hefur verið þýdd á yfir 30 ...

Breiðþotur

Gagnaleki skekur heimsbyggðina. Þeir sem lýsa yfir ábyrgð krefjast róttækra aðgerða í loftlagsmálum. Áhrifa lekans gætir hjá krökkunum í Þorpinu. Verið er að undirbúa Þorpið undir næsta gagnaleka, þann sem mun afhjúpa öll leyndarmálin. Breiðþotur er grípandi saga um vináttu og söknuð, tæknihyggju og uppgang öfgaafla.

Dauðinn og stúlkan

Fyrir tuttugu og fimm árum átti hin átján ára Vinca í leynilegu ástarsambandi við kennara sinn. Nóttina sem hún hvarf áttu þau stefnumót. Manon, Thomas og Maxime hafa ekki talað saman síðan þau útskrifuðust fyrir öllum þessum árum en hittast aftur á bekkjarmótinu. Mun sannleikurinn um það sem raunverulega gerðist þessa örlagaríku nótt koma í ljós?

Eldri konur

Ung kona gefur rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum og rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana. Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Við kynnumst konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum o...

Englatréð

Þrjátíu ár eru liðin síðan Greta yfirgaf Marchmont Hall og fallegar hæðirnar í Monmouthshire. Í aðdraganda jóla snýr hún loks aftur. En Greta man ekki fyrri tengsl sín við húsið. Það er afleiðing skelfilegs slyss sem hefur eyðilagt meira en tvo áratugi af lífi hennar. Grípandi fjölskyldusaga eftir metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö.

Fiðrildaherbergið

Heillandi saga um átakanleg leyndarmál eftir metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö. Pósa trúlofast Jonny en verður á svipuðum tíma ástfangin af Freddie, sem yfirgefur hana óvænt. Þau Jonny flytja í ættaróðalið og þar í skugga harmleiks elur hún upp syni sína. Um sjötugt rekst Pósa aftur á Freddie og veit að hún þarf að taka erfiða ákvörðun.

Frumbyrjur

Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.

Fyrir vísindin

Anna Rós kveður sér hljóðs með vísindalegri nákvæmni í sinni fyrstu ljóðabók. Árið 2025 hlaut hún Ljóðstaf Jóns úr Vör. Vísindakonan tekur vinnuna aldrei með sér heim / getur ekkert að því gert að sum hús / eru í eðli sínu tilraunastofur / þakrenna dropamælir / þröskuldur loftvog / gluggi smásjá / glerskápur jarðskjálftamælir.

Huldukonan

Konurnar í Lohr fjölskyldunni skilja ekki að Sigvaldi þeirra, með alla sína augljósu mannkosti, hafi aldrei gengið út. Ennfremur fá þær ekki skilið þá fráleitu ákvörðun hans að gerast einsetumaður í eyðivík. Dag einn birtist Sigvaldi á dyraþrepi móður sinnar með mánaðargamla stúlku í fanginu og neitar að svara því hver sé móðir barnsins.

Mara kemur í heimsókn

Hér er lýst heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en um leið á sér stað uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand. Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Fyrsta bók hennar, Máltaka á stríðstímum, færði henni Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundsso...