Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Af hverju hefur enginn sagt mér þetta fyrr

Með því að auka skilning á því hvernig hugurinn starfar og hvernig takast má á við tilfinningar á heilbrigðan hátt byggjum við upp seiglu, vöxum og döfnum. Bókin kynnir til sögunnar verkfæri sem gagnast öllum í daglegu lífi – til að komast yfir hjalla eða til að blómstra. Sérlega læsileg og uppbyggileg bók eftir TikTok-stjörnuna Dr. Julie Smith.

Eden

Málvísindakona, sérfræðingur í fámennistungumálum, ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. Hjá íbúum í nálægu þorpi kviknar óvæntur áhugi á málvísindum. Á fjörur söguhetju rekur handrit að ljóðabók fyrrverandi nemanda hennar sem fjallar um ást ungs karlmanns á eldri konu. Eden fjallar um mátt orðsins og ábyrgðina sem við berum.

Gift

Tove Ditlevsen (1917-1976) var einn merkari höfunda Dana á síðustu öld. Elskuð af lesendum hlaut hún fjölda verðlauna fyrir verk sín en hún fékk oft harða útreið hjá gagnrýnendum sem margir töldu hana of opinskáa um einkalíf sitt. Verk Tove Ditlevsen þykja gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld. Eitt hennar sterkasta verk í nýrri þýðingu.

Guli kafbáturinn

Miðaldra rithöfundur staddur í almenningsgarði í London á brýnt erindi við Paul McCartney sem situr þar undir tré. Fortíðin sækir á hann í líki gamals Trabants þar sem sitja m.a. faðir hans og Guð með vodkaflösku, mamma hans og heill kirkjugarður af dánu fólki. Skáldsaga um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, ímyndunaraflið og Bítlana.

Hamingja þessa heims

Riddarasaga

Sagnfræðiprófessor í útlegð, ásakaður um ósæmilega framkomu, finnur gamalt handrit sem varpar nýju ljósi á löngu liðna sögu. Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og viðskiptahagsmuna. Hér stíga helstu persónur hennar ljóslifandi fram; með Ólöfu ríku í broddi fylkingar.

Hitt húsið

Kona býður frægum listmálara að dvelja í gestahúsi sínu við afskekkta sjávarströnd þar sem hún og fjölskyldan búa. Málverk hans hafa heillað hana og hún vonast til að myndsýn hans geti vitrað henni leyndina sem býr innra með henni. Þegar líður á sumarið verður storkandi návist hans henni æ óskiljanlegri og raskar hennar annars friðsælu tilveru.

Ru

Ru þýðir á frönsku lítill lækur, sömuleiðis eitthvað sem rennur, á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Margverðlaunuð bók höfundar sem flúði, líkt og 11 ára sögupersóna bókarinnar, yfirséttarlíf sitt í Saigon á meðan Víetnamstríðið geisaði í von um betra líf í Kanada. – Bókaklúbburinn Sólin.

Skandar og einhyrninga­þjófurinn

Skandar þráir að verða einhyrningsknapi, útvalinn til þess að tengjast eigin einhyrningi lífstíðarböndum, þjálfa hann og keppa með honum; verða hetja. En lífið tekur óvæntari og óhugnanlegri stefnu en nokkurn getur órað fyrir. Máttugasta einhyrningnum er rænt og Skandar kemst að leyndarmáli sem getur haft hræðilegar afleiðingar fyrir alla.

Snarkið í stjörnunum

Ættarsaga og blíðleg minningabók sjö ára drengs í Reykjavík um 1970. Við fylgjumst með lífi hans í kjölfar móðurmissis, samskiptum við föður og vini og hrekkjusvín og þöglu stjúpuna sem birtist einn dag. Saman við söguna tvinnast brot úr lífi ólíkra kynslóða í gleði og sorg. Saga um ástina í ýmsum myndum. Fimmta skáldsaga höfundar, frá árinu 2003.

Systirin í skugganum

Þriðja bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Star, dularfyllst systranna, er hikandi við að stíga út úr örygginu sem hún upplifir í nánu sambandi við systur sína CeCe. Vísbendingin sem Pa Salt skildi eftir um uppruna hennar leiðir hana í fornbókabúð í London. Hún stígur út úr skugga systur sinnar og kýs sína eigin framtíð. Bókaflokkurinn um systurnar sjö er einhver sá vinsælasti í heimi.

Systirin í storminum

Önnur bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Ally fær vísbendingu um uppruna sinn við andlát föður síns. Hún rekur slóð sína til Noregs og tengist ævi óþekktrar söngkonu, Önnu Landvik, sem var uppi 100 árum fyrr og söng þegar tónlist Griegs við ljóðabálk Ibsens, Pétur Gaut, var frumflutt. Hvernig tengist Anna föður hennar, hver var hann í raun og veru?