Niðurstöður

  • Benedikt bókaútgáfa

Fagri heimur, hvar ert þú?

Alice og Felix, Eileen og Simon eru ung en yngjast ekki. Þau þrá hvert annað meira en nokkuð, en svíkja hvert annað samt sem áður. Þau hafa áhyggjur af vináttunni og heiminum sem þau búa í, hvort hann sé kominn á heljarþröm, gegnsýrður af kapítalisma, trúarbrögðum, valdaójafnvægi og hamfarahlýnun. Geta þau fundið leið til að trúa á fegurð heimsins? Bókaklúbburinn Sólin

Hægt og hljótt til helvítis

Rannsóknarlögregluþjónarnir Aron Freyr og Jóhanna mæta á vettvang alvarlegs glæps í miðborginni. Fjölskylduföður dreymir um góð efni og glæsta framtíð fyrir sig og sína, graðir bankamenn leggja allt að veði nema eigin hagsmuni og miðaldra fasteignasala dreymir um betra líf. Græðgi og hatur ólmast og hverfast að endingu út úr kimum kommentakerfanna.

Konan hans Sverris

Ég var Hildur hans Sverris og þú varst Sverrir hennar Hildar. Laus úr erfiðu hjónabandi lítur Hildur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo vel að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir. Þetta er samtímasaga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt.

Miðnæturbókasafnið

Hvað myndir þú gera öðruvísi ef þú ættir þess kost? Nora, uppfull af vansæld og eftirsjá, fær ný tækifæri og sjónarhorn í gegnum bækur Miðnæturbókasafnins að máta sig við, leiðrétta kúrsinn og lifa lífinu upp á nýtt. Við höfum val og Miðnæturbókasafnið er falleg saga sem vekur til umhugsunar hvernig öll breytni hefur afleiðingar. Bókaklúbburinn Sólin

RU

Á frönsku þýðir orðið ru lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Margverðlaunuð bók höfundar sem flúði, líkt og 11 ára sögupersóna bókarinnar, yfirséttarlíf sitt í Saigon á meðan Víetnmastríðiði geisaði í von um betra líf í Kanada. Bókaklúbburinn Sólin.

Stórfiskur

Íslenskur hönnuður búsettur erlendis fær það verkefni að hanna merki sjávarútvegsfyrirtækis. Hann slær tvær flugur í einu höggi, snýr heim til að kynna sér starfsemina og leita sér lækninga við dularfullu meini sem lagst hefur á hendur hans. Bæði tekur mun lengri tíma en til stóð. Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó og á þurru landi.

Systirin í storminum

Ally fær vísbendingu um uppruna sinn við andlát föður síns. Hún rekur slóð sína til Noregs og tengist hún ævi óþekktrar söngkonu, Önnu Landvik, sem var uppi 100 árum fyrr og söng þegar tónlist Griegs við ljóðabálk Ibsens, Pétur Gaut var frumflutt. Hvernig tengist Anna föður hennar, hver var hann í raun og veru? Þetta er önnur bókin um Systurnar sjö.