Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Drottningarnar í Garðinum

Kynlífsverkakonur eru á næturrölti. Encarna frænka finnur barn sem hún tekur að sér, eins og hún hefur tekið að sér margar útskúfaðar konur. Í húsinu hennar finnst skjól fyrir ógnum og ofbeldi af hálfu kúnna, lögreglu og ástmanna. Mállaus kona breytist í fugl, hauslaus maður flýr stríð og Camila berst fyrir að ráða lífi sínu og kyngervi sjálf.

Hrein

Estela situr inni, borin þungum sökum. Hún rekur sögu sína frá því hún flutti til borgarinnar og ræð sig í vist á heimili velstæðra hjóna. Þar vann hún húsverkin og sinnti barni í sjö ár, sem var langur tími þegar valdaójafnvægið er yfirþyrmandi og félagsleg einangrun algjör. Hún ætti að vera farin aftur heim en einn daginn er það orðið of seint.

Týndi systirin

Sjöunda bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Sjöunda bókin í einum vinsælasta bókaflokki heims. D’Apliése-systrunum sex hefur tekist að uppgötva leyndarmál uppruna síns en sjöunda systirin er enn ófundin. Leitin að henni leiðir þær víða um heim. Þær uppgötva sögu ástar, styrks og fórna sem hófst næstum 100 árum áður, þegar aðrar hugrakkar konur lögðu allt undir til að breyta heiminum.