Niðurstöður

  • Benedikt bókaútgáfa

Álfheimar

Skáldið úr Laugardalnum lýsir heiminum í einföldum setningum, án kaldhæðni og stæla. Sjónarhornið er kirfilega njörvað við hversdagsleika Laugardalsbúa, skrítið og tært en samtímis fjarrænt og súrrealískt. Brynjar hefur áður gefið út 12 stuttar ljóðabækur. Álfheimar er fyrsta ljóðabókin hans í fullri lengd.

Borg bróður míns

„Ef þú prjónar mér peysu með þverlöngum gulum röndum (eða röddum) undir rauðum stjörnum (eða tjörn) á ljósbláum himni lofa ég að fara ekki svona mikið út á kvöldin ...“ Mögulega núna á meðan heimar lágu í kófi, í nálægri borg eða í fjarska og jafnvel hvergi, voru orð tínd ofan í þessa bók sagna, skyndimynda, skjáskota og brota.

Djöflarnir taka á sig náðir

og vakna sem guðir

Loksins, eftir áratuga bið, kemur ný ljóðabók eftir einn þekktasta og vinsælasta verðlaunahöfund samtímans. Á síðastliðnu ári komu út í einni bók þrjár eldri ljóðabækur Jóns Kalman sem er þekktari fyrir skáldsögur sínar, m.a. verðlaunabókina Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005), Vestfjarðaþríleikinn, og nú síðast Fjarvera þín er myrkur (2021).

Dýralíf

Í vetrarmyrkri er áður óþekkt lægð í aðsigi. Ung ljósmóðir býr í íbúð sem hún erfði eftir ömmusystur sína. Upp úr kassa undan Chiquita-banönum koma þrjú handrit sem ömmusystirin vann að, Dýralíf, rannsókn á því sem mannskepnan er fær um, Sannleikurinn um ljósið og Tilviljunin. Dýralíf fjallar um brothættasta og grimmasta dýrið: manninn og leitina að mennskunni.

Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir

Jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga, eldfjöllin eru vöknuð til lífsins eftir 800 ára hlé. Enginn þekkir þau betur en eldfjallafræðingurinn Anna Arnardóttir, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar, sem þarf að takast á við stærsta verkefni ferilsins við stjórn almannavarna. En áferðarfallegt og hamingjuríkt líf hennar lætur ekki lengur að stjórn.

Eldur í höfði

Hver hugsun í höfði Karls Magnúsar er vagn sem tengist við vagn sem tengist við vagn. Höfuð hans er lestarstöð þar sem fleiri og fleiri lestir renna stjórnlaust inn. Hugsanirnar læðast ein af annarri, þær eru óstöðvandi og einn daginn springur það, höfuðið hans.

Erindi

Póetík í Reykjavík

Reykjavík fagnar tíu ára afmæli sem Bókmenntaborg UNESCO haustið 2021. Á þessum tímamótum hugleiða fjórtán reykvískir höfundar skáldskaparlistina. Höfundarnir eru; Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Margrét Bjarnadóttir, Mazen Maarouf, Steinar Bragi, Steinunn Sigurðardóttir, Gerður Kristný, Yrsa Sigurðardóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, angela rawlings, Bergsveinn ...

Eyland

Manstu hvar þú varst þegar það gerðist? – Eyland er hrollvekjandi ástar- og spennusaga, þar sem Íslandssagan tekur óvænta stefnu. Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Í fyrstu skáldsögu sinni tekst hún á við spurningar um hvað sé að tilheyra fjölskyldu og vera Íslendingur, hvað sameini okkur og sundri.

Fjarvera þín er myrkur

Er það ábyrgð eða hugleysi að sætta sig við örlög sín? Hér tvinnast saman yfir staði og tíma, kynslóð fram af kynslóð, líf sem kannski eru jafn tíðindalítil og girðingarstaurar en halda þó öllu uppi. Kornabarn sem rétt er yfir eldhúsborð, löngu dáið þýskt skáld og döpur rokkstjarna. Sum bros geta breytt heimum og sum líf kvikna eingöngu vegna þess að heimar gengu úr skorðum.

Góðan daginn bréfberi

Bráðskemmtileg myndabók fyrir börn á öllum aldri. Bréfberinn ferðast um með stundum óvæntar – en alltaf ánægjulegar! – sendingar.

Hið heilaga orð

Ung kona hverfur frá nýfæddu barni sínu og bróðir hennar leggur í leit að henni. Hið heilaga orð er spennandi saga um ástríðu og lestur, flótta og ferðalög, og undursamleg völundarhús mannshugans. Sigríður Hagalín er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Fyrsta bók hennar, Eyland, vakti verðskuldaða athygli og kemur nú út víða um Evrópu.

Hægt og hljótt

til helvítis

Rannsóknarlögregluþjónarnir Aron Freyr og Jóhanna mæta á vettvang alvarlegs glæps í miðborginni. Fjölskylduföður dreymir um góð efni og glæsta framtíð fyrir sig og sína, graðir bankamenn leggja allt að veði nema eigin hagsmuni og miðaldra fasteignasala dreymir um betra líf. Græðgi og hatur ólmast og birtast í kimum kommentakerfanna.

Konan hans Sverris

Ég var Hildur hans Sverris og þú varst Sverrir hennar Hildar. Laus úr erfiðu hjónabandi lítur Hildur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo vel að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir. Þetta er samtímasaga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt.

Lofttæmi

Nína er fædd í Reykjavík árið 1989. Hún er með bakgrunn í mannfræði, lögfræði og tónlist og hefur undanfarin ár starfað við ritstjórn og blaðamennsku. Vorið 2021 hlaut hún Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir Lofttæmi, sem er hennar fyrsta bók.

Óskilamunir

Sögur um ástir sem finnast og tapast, hvernig sársauki mótar okkur, um allt það sem brotnar en ekki síst um brotin sem enginn vitjar. Hvernig við leitum með veiku ljósi að leið í gegnum þetta ævarandi grímuball sem lífið er.

Samþykki

Unglingsstúlkan V. lifir og hrærist í heimi bóka og hana dreymir um að verða rithöfundur. Þrettán ára gömul kemst hún í kynni við G., þekktan höfund sem fjallar gjarnan um sambönd sín og samneyti við ólögráða börn. Í bókinni er velt upp spurningum um samþykki; bæði í persónulegum skilningi og því sem samfélagið samþykkir á hverjum tíma.

Sjö systur

Maia og systur hennar hittast á bernskuheimili sínu, ævintýralegum kastala á bökkum Genfarvatns. Faðir þeirra, sem ættleiddi þær sem ungbörn frá ólíkum heimshornum, er látinn en skildi eftir vísbendingar um uppruna þeirra. Bókin er sú fyrsta í bókaflokki um systurnar sjö. Bækurnar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim.

Stórfiskur

Íslenskur hönnuður búsettur erlendis fær það verkefni að hanna merki sjávarútvegsfyrirtækis. Hann slær tvær flugur í einu höggi, snýr heim til að kynna sér starfsemina og leita sér lækninga við dularfullu meini sem lagst hefur á hendur hans. Hvort tveggja tekur mun lengri tíma en til stóð. Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó og á þurru landi.