Niðurstöður

  • Benedikt bókaútgáfa

Fagri heimur, hvar ert þú?

Alice og Felix, Eileen og Simon eru ung en yngjast ekki. Þau þrá hvert annað en svíkja hvert annað samt sem áður. Þau hafa áhyggjur af vináttunni og heiminum sem þau búa í, hvort hann sé kominn á heljarþröm, gegnsýrður af valdaójafnvægi, trúarbrögðum og hamfarahlýnun. Geta þau fundið leið til að trúa á fegurð heimsins? Bókaklúbburinn Sólin

Hægt og hljótt til helvítis

Rannsóknarlögregluþjónarnir Aron Freyr og Jóhanna mæta á vettvang alvarlegs glæps í miðborginni. Fjölskylduföður dreymir um góð efni og glæsta framtíð fyrir sig og sína, graðir bankamenn leggja allt að veði nema eigin hagsmuni og miðaldra fasteignasala dreymir um betra líf. Græðgi og hatur ólmast og hverfast að endingu út úr kimum kommentakerfanna.

Konan hans Sverris

Ég var Hildur hans Sverris og þú varst Sverrir hennar Hildar. Laus úr erfiðu hjónabandi lítur Hildur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo vel að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir. Þetta er samtímasaga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt.

Miðnæturbókasafnið

Hvað myndir þú gera öðruvísi ef þú ættir þess kost? Nora, vansæl og full af eftirsjá, fær ný tækifæri og sjónarhorn í gegnum bækur Miðnæturbókasafnins að máta sig við, breyta kúrsinum og lifa lífinu upp á nýtt. Við höfum val og Miðnæturbókasafnið er falleg saga sem vekur til umhugsunar hvernig öll breytni hefur afleiðingar. Bókaklúbburinn Sólin

RU

Ru þýðir á frönsku lítill lækur, sömuleiðis eitthvað sem rennur, á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Margverðlaunuð bók höfundar sem flúði, líkt og 11 ára sögupersóna bókarinnar, yfirséttarlíf sitt í Saigon á meðan Víetnmastríðiði geisaði í von um betra líf í Kanada. Bókaklúbburinn Sólin.

Snarkið í stjörnunum

Ættarsaga og blíðleg minningabók sjö ára drengs í Reykjavík um 1970. Fylgst er með lífi hans og föður í kjölfar móðurmissis, samskiptum við vini og hrekkjusvín og komu þöglu sjúpunnar inn í líf þeirra. Saman við söguna tvinnast brot úr lífi ólíkra kynslóða í gleði og sorg. Snarkið er saga um ástina í ýmsum myndum og sundrunina sem getur orðið

Stórfiskur

Íslenskur hönnuður búsettur erlendis fær það verkefni að hanna merki sjávarútvegsfyrirtækis. Hann slær tvær flugur í einu höggi, snýr heim til að kynna sér starfsemina og leita sér lækninga við dularfullu meini sem lagst hefur á hendur hans. Bæði tekur mun lengri tíma en til stóð. Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó og á þurru landi.

Systirin í skugganum

Þriðja bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Star, sú dularfyllsta systranna stendur á tímamótum við dauða föður síns. Hún er hikandi við að stíga út úr örygginu sem hún upplifir í nánu sambandi við systur sína CeCe. Vísbendingin sem Pa Salt skilur eftir um upprunann leiðir hana í fornbókabúð í London sem gerir henni kleift að stíga út úr skugga systur sinnar og kjósa sína eigin framtíð.

Systirin í storminum

Önnur bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Ally fær vísbendingu um uppruna sinn við andlát föður síns. Hún rekur slóð sína til Noregs og tengist ævi óþekktrar söngkonu, Önnu Landvik, sem var uppi 100 árum fyrr og söng þegar tónlist Griegs við ljóðabálk Ibsens, Pétur Gaut, var frumflutt. Hvernig tengist Anna föður hennar, hver var hann í raun og veru?

Ýmislegt um risafurur og tímann

Sögumaður rifjar upp viðburðaríka sumardvöl sína í Noregi þegar hann var 10 ára. Drengurinn lifir í frjóum hugarheimi sem hann skapar jafnóðum, draumar og persónulýsingar einkennast af barnslega auðugu ímyndunarafli. Hann leikur við norska vini en líka við Tarzan og Léttfeta, enska og þýska tindáta. Og inn í líf hans halda Bítlarnir innreið sína.

Það síðasta sem hann sagði mér

Hannah Hall rennismiður flytur þvert yfir Bandaríkin til að giftast Owen, einstæðum föður sem síðan hverfur einn daginn en skilur hana eftir með stjúpdóttur hennar sem hefur ímigust á Hönnuh. Einu skilaboðin frá Owen eru „Verndaðu hana“. Í leit þeirra að honum afhjúpast smám saman skarpur raunveruleikinn, Owen er ekki sá sem hann sagðist vera.