Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fær í flestan sjó

Synt í íslenskri náttúru

  • Höfundar Egill Eðvarðsson og Kristín Jórunn Hjartardóttir
Forsíða bókarinnar

Kristín hafði stundað sjósund í nokkur ár þegar hún ákvað, í tilefni af sextugsafmæli sínu, að synda á sextíu nýjum stöðum á landinu. Afraksturinn af ferðalögum hennar og eiginmanns hennar er þessi dásamlega fallega ferðabók sem fléttar saman stemningu, fróðleik og hagnýtar leiðbeiningar um heila 83 sundstaði um allt land.