Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fangar Breta

  • Höfundur Sindri Freysson
Forsíða kápu bókarinnar

Vitað er með vissu um 47 Íslendinga sem Bretar handtóku á stríðsárunum frá 1940-1945 og vistuðu í fangelsum í Englandi. Þeir sátu innilokaðir í Bretlandi allt frá nokkrum mánuðum til tæplega þriggja og hálfs árs.  Sakargiftir voru misjafnar og í æði mörgum tilvikum veigalitlar.

Enginn fanganna fékk að leita sér lagalegrar aðstoðar eða verja sig fyrir dómstólum. Iðulega dró fangavistin dilk á eftir sér og skildi eftir djúp ör á sálum þeirra sem lentu í þessum hremmingum. Hér birtist saga þessa fólks.

„Áhrifamikil saga, ótrúlega spennandi – og skrifuð af sannri list.“ / Illugi Jökulsson