Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Félag unga fólksins

Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966

  • Höfundur Arnþór Gunnarsson
Forsíða bókarinnar

Stofnun Sindra var mikil lyftistöng fyrir félagslíf ungs fólks á Höfn í Hornafirði. Saga félagsins ber vott um drifkraft og áræðni, það efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur. Einnig reistu félagsmenn fyrsta samkomuhúsið á Höfn.

Þessi bók er stórmerkileg heimild um starfsemi ungmennafélags í vaxandi byggðalagi á suðausturhorninu og sýnir hversu víðtæk starfsemin var en hún spannaði allt frá fræðslufundum, skólahaldi til íþróttakeppna.