Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ferð til Indlands

  • Höfundur E.M. Forster
  • Þýðandi Hjalti Þorleifsson
Forsíða bókarinnar

Ferð til Indlands er frægasta verk enska skáldsagnahöfundarins E.M. Forsters. Bókin gerist á Indlandi á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar landið laut breskri stjórn. Enskar aðkomukonur mæta tortryggni landa sinna í borginni Chandrapore þegar þær lýsa yfir áhuga á að kynnast aðstæðum innfæddra og valda síðan uppnámi innan indverska samfélagsins.

......

Bókin gerist á Indlandi á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar landið laut breskri stjórn. Enskar aðkomukonur, Adela Quested og frú Moore, mæta tortryggni meðal breskra íbúa borgarinnar Chandrapore þegar þær lýsa yfir áhuga á að kynnast innfæddum og öðlast skilning á lífsháttum þeirra og aðstæðum. Þær komast í kunningsskap við vingjarnlega, indverskan lækni sem skipuleggur leiðangur að hinum fornu, manngerðu hellum í Marabar, skammt fyrir utan borgina. En eitthvað fer úrskeiðis í ferðinni og Adela sakar manninn að hafa ráðist á sig. Viðleitni hennar til að blanda geði við hina innfæddu þróast út í árekstur milli þeirra og Englendinganna og afhjúpar um leið margháttaðan klofning innan indversks samfélags.

Ferð til Indlands er fyrsta skáldsaga E.M. Forsters sem kemur út á íslensku. Bókin hlaut James Tait Black-bókmenntaverðlaunin árið 1924 og er jafnan talin meðal helstu skáldsagna tuttugustu aldar.

E.M. Forster (1879–1970) er einn af virtustu rithöfundum Englendinga á tuttugustu öld. Meðal helstu verka hans, auk Ferðar til Indlands (1924), má nefna A Room with a View (1908), Howards End (1910) og Maurice (1971). Eftir öllum þessum bókum hafa verið gerðar vinsælar kvikmyndir.