Fífl sem ég var

Forsíða kápu bókarinnar

Hver þekkir ekki föndurkennarann, leigubílstjórann, Silla, Geir (og Grana) og margar fleiri hetjur úr Spaugstofunni? Og ekki má gleyma Eyjólfi í Ytri-Hnjáskeljum, Danna í Líf-myndunum og fleiri slíkum.

Leikandi allra þessara kunningja okkar, Karl Ágúst Úlfsson, rifjar hér upp sköpunarsöguna sem vissulega hefur ekki verið án átaka.

Hver þekkir ekki föndurkennarann, leigubílstjórann, Silla, Geir (og Grana) og margar fleiri hetjur úr Spaugstofunni? Og ekki má gleyma Eyjólfi í Ytri-Hnjáskeljum, Danna í Líf-myndunum og fleiri slíkum.

Leikandi allra þessara kunningja okkar, Karl Ágúst Úlfsson, rifjar hér upp sköpunarsöguna sem vissulega hefur ekki verið án átaka. Þá fléttast inn barátta hans sjálfs við illkynja sjúkdóm, sem hefur gengið vonum framar.

Karl Ágúst er ennþá ferskur og bókin segir lesandanum að hann muni áfram gleðja okkur með því að sýna þjóðinni í spéspegilinn.

.....................................................................

«Hinn ljúfasti skemmtilestur, en undir niðri hin rammasta alvara».

Kjartan Ragnarsson leikstjóri

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

«FÍFL SEM ÉG VAR er sprenghlægileg bók en hún er svo miklu meira. Í henni er dýpt og næmni sem snertir mann að innstu hjartarótum, þannig að það er spurning hvort tárin sem renna niður vangana spretta af hlátri eða gráti.»

Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

«Karl Ágúst er risi í grínsögu Íslands. Frábær bók frá A-Ö. Karl Ágúst er búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár og einn fyndnasti maður Íslands í 67 ár.“

Ari Eldjárn uppistandari

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

„Einstök söguleg heimild og sýn inn í heim Spaugstofunnar með augum Karls Ágústs Úlfssonar. Skemmtanagildi sögunnar er ekki síðra en hið sögulega gildi. Lýsingarnar á tilfinningalífi höfundar í þessum ólgusjó gefur frásögninni dýpt.“

Ásgeir Rúnar Helgason dósent í sálfræði